Mistök í Harry Potter & The Chamber Of Secrets... Fólkið á movie-mistakes.com voru ekki að lengi að punga út mistakaskýrslu um nýjustu Harry Potter myndina. Ég er búinn að sjá þessa mynd og þótti hún andskoti góð og talsvert betri en fyrsta myndin þannig að þótt það séu nokkur mistök hér og þar þá er það ekkert sem dregur myndina niður. Það er kannski sniðugast fyrir fólk sem hefur ekki séð myndina að skoða ekki framhaldið af þessari grein.

Hér er partur af mistökunum sem fólkið á movie-mistakes.com tók eftir.

1. Í Quidditch leiknum brýtur Harry á sér hægri handlegginn en þegar hann dettur þá hallar hann sér á hægri handlegginn.
2.Þegar Ron og Harry eru að flýja köngulærnar þá setjast þeir inn í fljúgandi bílinn en þá sést það að rúðan fram í er ekki brotinn, hún brotnaði fyrr í myndina upp í stóru eikinni. Það er svo aftur sýnt á rúðuna og þá er hún brotin aftur.
3.Þegar krakkarnir lenda í illu álfunum(pixies) þá frystir Hermione þá alla í loftinu og flestir þeirra missa pappír á gólfið en einn þeirra missir stóra bók en það heyrist ekkert í henni, aðeins í pappírnum.
4.Í atriðinu þar sem Lucius Malfoy er að níðast á Dumledore sést, vegna lýsingarinnar inni í herberginu, í hárið á leikaranum, sem er stutt og brúnt, í gegnum ljósa síða hárið.
5.Þegar Lockhart dettur niður í leyniklefann heyrist dynkurinn 2 sekúndum seinna en þegar Harry og Ron detta þá renna þeir í smá stund eftir pípu og svo komast þeir niður og eru þess vegna miklu lengur að detta heldur en Lockhart.
6.Þegar Hermione er stjörf í rúminu stendur einn fótleggur hennar út í loftið en þegar Harry og Ron koma og hitta hana aftur þá eru báðir fætur á rúminu.
7. Það eru talsvert fleiri að horfa á Quidditch leikinn en þegar allir eru í matsalnum, þar sem allir eiga að vera.
8.Ef allir sem horfa í augu Basilsnáksins deyja þá hefði Fawkes(Phoenix fuglinn) átt að deyja í endann þegar hann flaug í átt að snáknum og horfði greinilega á snákinn. Þetta átti líka við dýr því kötturinn(Mrs Norris) dó ekki af því hún sá spegilmynd en hefði annars dáið.
9.Þegar Harry stingur tönninni í dagbókina sést það að hún fer ekki djúpt en svo aftur þegar hann heldur á henni á skrifstofu Dumbledore er göt báðum megin á henni eins og tönnin hafi farið í gegn.
10.Í einu atriðinu segir álfurinn Dobby Harry að hann hafi straujað á sér hendurnar og við sjáum að það er bundið um hendurnar á honum en síðan þegar hann er sýndur aftur vantar vafningana en svo er hann sýndur aftur með þá.
10.Heima hjá Ron sést diskur og bursti sem er að skrúbba hann. Þegar strákarnir standa svo fyrir framan vaskinn sést greinilega í öxul sem snýr disknum.

Þess má kannski geta að movie-mistakes.com fundu samtals 78 mismerkileg mistök.

Hér er síðan smá fróðleikur um myndina.

*Sú sem leikur Moaning Myrtle(drauginn á klósettinu) heitir Shirley Henderon og er 37 ÁRA!!!
*Sú sem lék Aliciu, eltarann hjá Gryffindor liðinu í fyrstu myndinni, er ekki í þessari mynd þeir hafa greinilega fundið mjög líka stelpu sem virðist vera hún.
*Maddam Hooch, dómarinn í Quidditch var skrifuð út úr þessari mynd.

þetta er tekið af <a href="http://www.hamstur.is>www.hamstur.is</a
Tenging næst ekki við gagnagrunnsþjón: Unknown MySQL Server Host ‘cartman.hugi.is’ (11)