Sællir Hugarar

Nú safna ég mikið af DVD, og hef áhuga að vita hvað aðri safna mest af. Sjálf á ég mjög mikið af myndum og þáttum. Hér ætla ég að skrifa um þá þætti sem ég safna, um auka efni á diskunum. Gaman væri að vita hvort að fleiri safan þáttum og fá að vita hverju þið mælið með.

Buffy the vapierslayer

Ég á fyrstu 4 þáttarðirnar og sú fimmta er í pósti. Þættirnir fjalla um Buffy, og fyrir þá sem vilja fræðast meira um þættina bendi ég á áhugamálið um þættina hér á huga. Í fyrsta sísoni eru aðeins 12 þættir þar sem Buffy byrjaði á miðju tímabili. Það er comertery með a.m.k. 3 þáttum í hverju tímabili(nema fysta þar sem það er styttra). Einnig er þættir um skrímslinn, þættir um tímabilið og viðtal við leikara, en aldrei við Söruh M Geller. Timabilið kemur út allt í einu í fallegri öskju, fysta sísonið er öðruvísi þar sem diskarir eru helmingji færri.

Angel

ER spinn of af Buffy, frábærir þættir, dimmari en Buffy. Nú þegar er búið að gefa út 2 síson á DVD. Svipað auka efni og Buffy nema hér er talað við alla leikarana. Angel útlitið svipar til Buffyar.

Friends

Þættir sem allir þekkja og flesti elska. Ekkert auka efni á disknum nema myndbandið með friends laginu og um ferð leikaranna til London. Hér á landi kemur út 3 diskar fyrir hvert síson, 8 þættir á disk, misjafnt eftir tímabilum hvað margir þættir eru á loka disknum 7-9. Erlendis eru fjórir þættir á disk, alla vegna seinustu 2 tímabil, þá er á hlið A þættirnir eins og þeir voru sýndir í sjónvarpinu og hlið B lengri útgáfa þáttana. Ég get alltaf hlegið af þessum þáttum, mæli með þeim til að koma sér í gott skap.


Farscape

Þættirnir fjalla um John Kriton, geimfara sem fer í geymskoti til að prófa kenningu sína að nota þyngdarafl jarðarinna til að mynda hröðunn, en eitthvað misttekst, það eru eldgos á sólinn sem mynda ormaholu, hann fer í gengnum hana og endar einhverstaðar annarstaðr í himingeymnum. Hann hefur ekki hugmynd hvar hann er og kemur inn í miðjan bardaga. Hann lendir í óhappi, sem hann rétt sleppur út, önnur geimvél (ath er í vandræðum með orð, geymskulla/ flugvél í geiminum) kemur á móti hnoum og lendir á smástirni. Kriton er dregin um borð í skipið Moya, sem er lifandi skip, og fangar eru nýbúnir að gera uppreysn og ná tökum á skipinu. Svo illa vildi til að flauginn sem lenti á smástyrninu er bróðir kapteinsins á aðal skipi fangavarðana eða Picecipers eins og þeir heita. Svo upp hefst mikil eltingar leikur. Þessir þættir er fyndir, spennadi. Þeir hafa alla skala drama, kaldan húmor og spennu. Sagan er góð og persónurnar taka breytingum mið af því sem kemur fyrir þær, ólíkt öðrum þekktari geimsápum.

Tímabilinn koma í fimm pökkum, tveir diskari í hverjum pakka og tveir til þrír þættir á disknum. Aukaefnið er alltaf að aukast, búið er að gefa út 3 síson af Farscape. Ég mæli með þessum þáttum, og finnst þeir vera eigulegir.

Það sem allir þessir þættir eiga sameiginlegt er að ég hef horft á þá aftur og aftur. Reyndar lagar mig í mun fleiri þáttarraðir en ég læt 4 duga í bili.

kveðja Gunna 7fn

p.s. ég veit að ég er ekki færast manneskja í heimi í stafsetningu, svo þið getið sleppt því að benda mér á það! Vinnsamlegast byrjið ekki svörinni ykkar á:,, ertu fífl".