All quiet on the western front.

Árið 1930 kom út kvikmyndin All quiet on the western front, stórmynd síns tíma. Ein af fyrstu kvikmyndum allra tíma sem voru með hljóði(og fyrsta stríðsmynd allra tíma með hljóði) Myndin fjallar á sviplegan hátt um hryllinginn, blóðbaðið í fyrri heimstyjröldinni og hina gömlu Evrópu. Myndin er byggð á samnefndri bók eftir Erich Maria Remarque(sem barðist í stríðinu), sem heitir á Íslensku “Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum” Margir kannast eflaust við hana, enda til á mörgum heimilum. Bókin var gefin út 1929 og olli bæði miklu fjaðrafoki og aðdáun, en þar sem fyrri heimstyrjöldin var ennþá fersk í minni í Evrópu varð hún einnig metsölubók. Myndinni var leikstýrt af Lewis Milestone og vann hún til fjögurra tilnefninga á sínum tíma. Einnig voru handritshöfundar myndarinnar þeir George Abbott, Maxwell Anderson og Del Andrews tilnefndir og Arthur Edeson fyrir kvikmyndatöku. Myndin hefst á tilvitnun úr bókinni, sem ég ákvað að þýða:

“Þessi saga er hvorki tilraun til að bera einhvern til saka né játning, og allra síst ævintýri.Því dauði er ekki ævintýri fyrir þá sem þurfa að standa andspænis honum.Þetta segir einfaldlega frá kynslóð af mönnum, mönnum sem sumir sluppu frá sprengjunum, en voru eyðilagðir af stríðinu”

Þessi tilvitnun segir allt sem segja þarf nokkurnveginn um myndina. Myndin byrjar þegar allt er farið í bál og brand í Evrópu í lok sumars 1914 og aðalhetjurnar kynntar í skólastofu í litlum bæ í Þýskalandi. Þar sem kennari þeirra er að halda ræðu um stríðið, kryddar það bæði og fegrar og þannig æsir upp drengina að þeir ákvaða allir að skrá sig beint í herinn. Þegar atriðið er í hápuntki minnir það ögn á gömlu svarthvítu söng og dansa myndirnar. Allir dansandi, afar hressir og reiðubúnir til að þjóna landinu í blíðu og stríðu. En þeir sem hafa annaðhvort séð myndina eða munu sjá myndina munu taka eftir því hvernig álit ungu mannana breytist á öllum stríðsrekstrinum. Reynsla þeirra af skotgrafahernaðinum, mannskæðum áhlaupunum, endalausum stórskotahríðum og yfirvofandi dauða er vel túlkuð bæði af myndinni og hinum ungu leikurum.

Hvet ég bæði áhugamenn um kvikmyndir sem og mannkynsögu að sjá þessa mynd. Myndin, miðað við tíma og tækni er alveg lygilega vel gerð. Blóðbað og hörmungar fyrri heimstyrjaldar endurspeglast á ótrúlegan hátt í þessari mynd, sem kvikmynduð var fyrir 72 árum.

Þó ég hafi heyrt ýmsar vangaveltur um hvort myndin hafi ekki elst vel eða sé einfaldlega það “frumstæð”(sem hún ekki er) að hún sé ekki samboðinn okkar kynslóð.
Þá segi ég samt líkt og áðurgetið og skora á alla áhugamenn um kvikmyndagerð og kvikmyndir almennt að finna hana á videoleigum landsins og horfa á hana.

Exitmusic
Hafið það gott