Norðmaðurinn ungi, Jon Johansen, sem samdi forritið DeCSS virðist vera í smá vandræðum þessa dagana. DeCSS er forrit sem fjarlægir afritunarvörnina af DVD diskum og gerir það mögulegt að afrita diskana á harða diskinn í tölvunni og einfaldlega færa efnið yfir á aðra diska eða myndbandsspólur. Svo virðist sem stóru kallarnir í Hollywood séu ekkert alltof sáttir við þetta framtak hjá stráknum, sem er aðeins 16 ára, og hafa þeir ákveðið að fara í mál við drenginn og krefjast þeir þess að þetta forrit verði bannað.
Hins vegar varð forritið til þegar Jon og félagar sáu villu í spilara sem Real Networks gáfu út. DVD spilarar eiga að decoda myndina, sýna okkur hana og encoda hana aftur…en málið var að spilarinn frá Real klikkaði á því að encoda myndina þannig að Jon sá sér að sjálfsögðu leik á borði og nýtti sér þessa villu við að búa til þetta snilldarforrit.

Svo er bara spurningin hvort að Real Networks taki á sig einhverja ábyrgð í þessu máli…ég held bara að það sé ekkert að fara að gerast, eða hvað finnst ykkur?