Steven Spielberg hefur áhuga á að gera kvikmynd eftir sögum Georges Remi um teiknimyndasöguhetjuna Tinna. Spielberg og meðframleiðandi hans til langs tíma, Kathleen Kennedy, standa í viðræðum um kvikmyndaréttinn sem stendur. Fyrirhugað er að Spielberg og Kennedy framleiði myndina en ólíkegt er að hann leikstýri myndinni sjálfur.

Þrátt fyrir vinsældir Tinna víða um heim er fréttamaðurinn ungi með hárgreiðsluna sérstöku minna þekktur í Bandaríkjunum.

Spielberg og Kennedy hafa lengi haft áhuga á að kvikmynda teiknimyndasöguhetjuna knáu. Þau keyptu kvikmyndaréttinn fyrst árið 1983 en hann rann út. Yfirstandandi viðræður eru við núverandi eiganda kvikmyndaréttarins, Nick Rodwell.

Remi, undir listamannsnafninu Hergé, birti fyrstu söguna af Tinna árið 1929 í frönsku dagblaði í Belgíu. Á næstu fjórum áratugum skrifaði hann fjöldamargar bækur um ævintýri kappans, sem hafa selst í meira en 200 milljón eintökum um allan heim. Jafnframt hafa bækurnar verið þýddar á yfir 50 tungumál.