Ég sá Unbreakable í fyrradag og ég verð að segja eins og er að hún slær The Sixth Sense alveg gjörsamlega við.
M. Night Shyamalan er orðinn einn af stóru köllunum og stíllinn hans er alveg nýtt fyrirbæri inn í bransann með öllum fína merkjunum og táknunum sem hann gefur ýmist í litavali, kvikmyndatökunni eða orðum. Hér gerir hann geysilega mikið af þessu og er hér aftur með Bruce Willis með sér (Night hefur greinilega mjög mikið gaman af því að mynda Bruce) og Samuel L. Jackson. Sagan er comic-þema um mann David, leikinn af Bruce Willis, sem kemst að því eftir að lenda í slysi að hann er óbrjótanlegur og kemst hann að því með hjálp Elijah Price, leikinn af Samuel L. Jackson, sem er virkilega brothættur og hefur legið að spítala 1/3 af ævi sinni. Price er comic aðdáandi og finnur út í gegnum blöðin að eiginleiki Dunn er stórkostlegri en nokkurn gæti grunað.
Bruce Willis er mjög sterkur og veitir persónu sinni mikinn glæsileika og útgeislun þrátt fyrir að hann þjáist af þunglyndi. Willis er mjög góður en Samuel L. Jackson stelur senunni og er hér að sýna eina bestu frammistöðu sína og ég heimta það að hann verði á Óskarblaði. Hann gefur Price viðkvæmnileikan á snilldarlegan hátt eins og honum einum er lagið.
Einnig á Óskarblað vill ég sjá handrit Shyamalans sem er svo snilldarlega vafin flétta sem kemur manni í opna skjöldu í lokin. Myndin er ekki hröð en hún nær að byggja upp ótrúlega spennu á allt annan hátt en í Sixth Sense þar horrorinn var soldið element. Hér notar hann kvikmyndatökuna einna mest og tákn sem liggja ekki á yfirborðinu til að byggja upp spennu hreinlega varðandi hvað gerist næst, hvenær og hvers vegna.
Myndin skilur mann eftir pælandi lengi á eftir í söguna og boðskapinn sem hún er með en hann er ákaflega margþættur og satt að segja er ég enn að pæla.
Unbreakable er listaverk sem á heima á galleríi en ekki á videoleigu í framtíðinni.
10/10