Víetnam Stíðsmyndir Fyrsta myndin sem gerð var um Víetnam-stríðið var The
Green Berets(1968). Green Berets er svo sannarlega ,,John
Wayne” mynd, myndin er í raun vestri í búningi stríðsmyndar.
John Wayne og hermennirnir frá Bandaríkjunum eru allir
fluggáfaðir, vopnaðir kænsku og líkamlegum styrk. Meðan
Víetnamarnir eru ekkert nema heimskir villimenn og í raun er
eini munurinn á Norður- og Suður-Víetnömum sá að
norðurmenn eru ,,vondir” á meðan suðurmenn eru ,,góðir” .
Inn í söguna fléttast síðan illviljaður blaðamaður sem vill
ekkert meira en að eyðileggja mannorð þessara góðhjötuðu
hermanna. Green Berets er slæm mynd en engu að síður má
njóta þess að horfa á hana. Ástæðan fyrir því er að bjartsýni
Bandaríkjamanna kemur svo greinilega í ljós, þetta er ein af
fáum Víetnam-stríðsmyndum sem líta svona jákvæðum
augum á stríðið. Ein af útskýring á því af hverju það er er sú að
þetta er eina myndin sem gerð var áður en stríðinu lauk.
The Green Berets var hersveit sem byggði herstöð í miðju
Víetnam, sem var svæði undir stjórn kommúnista árið 1965.
Þetta var til þess að skrifuð var saga sem heitir The Green
Berets, sú saga var síðan keypt af Wayne sem leikstýrði og
framleiddi síðan kvikmynd byggða á sögunni. Kvikmyndin
reynir á engan hátt að skilja hlið Víetnama eða velta fyrir sér
vandamálum þeirra. Bandaríkjamenn töpuðu ,,raunverulega”
stríðinu í Víetnam sökum þess að þeir skildu ekki landið og
íbúa þess, svipað á sér stað í þessari mynd.
Skemmtilegt er að hugsa til allra staðalímyndanna sem koma
fram í myndinni, þ.á.m Cpt. Nim sem er lýsandi ímynd um það
hvernig bandaríkjamenn litu á Suður-Víetnama. Kapteinn Nim
er einstaklega vel þjálfaður stríðsmaður, mikill andstæðingur
kommúnisma. Einnig kemur fram í myndinni að
kommúnismi sé ljótur, bókstaflega þegar Víet Kong
njósnaranum sem er náð inni í herstöðinni hefur einstaklega
ljótt og afmyndað andlitsfall.
The Green Berets kom ekki í bíó fyrr en í Júlí1968, það var of
seint. Þetta jákvæða viðhorf varðandi stríðið hafði verið skyggt
á af ýmsum atburðum. Febrúar sama ár hafði bandaríska
fólkið séð fréttamyndir frá Víetnömum vera að ráðast á hús
sendiherra þeirra í Víetnam. Eftir að hafa eitt gríðarlegum
upphæðum og fórnað mörgum lífum gátu þeir ekki verndað
eigin sendiherra.
Kannski urðu þessir atburðir til þess að næsta stóra-myndin
sem gerð var um Víetnam stríðið kom ekki fyrr en 10 árum
síðar. Sú mynd, Deer Hunter(1978) sem innihélt margar
stórar stjörnur s.s Robert DeNiro, Meryl Streep og Christopher
Walken. Þessi mynd er nánast andstæða The Green Berets,
þær eiga fátt sameiginlegt fyrir utan að fjalla báðar um sama
stríðið. The Deer Hunter er talin vera mjög góð mynd
(imdb.com gefur 8.1, þar er hún einnig í 96. sæti yfir bestu
myndir allra tíma) og markaði á sinn hátt tímamót í sögu
kvikmynda. Þessi kvikmynd er fyrst og fremst dramatísk mynd
sem á sér stað á tímum Víetnam stríðsins. Hún fjallar um
áhrif stríðsins á íbúa lítils bæjar í bandaríkjunum og vinahóps
sem þar býr.
Michael, Steven og Nick eru ungir menn sem vinna í
verksmiðju í Pennsylvaniu. Þeir eru kallaðir í herinn til þess
að berjast í Víetnam. Áður en þeir fara giftist Steven heitkonu
sinni, Angelu og er giftingarveisla þeirra einnig kveðjupartí fyrir
félaganna. Eftir svolítinn tíma og mikinn hrylling lenda þeir í
höndum Víet Kong sem neyða þá til að spila rússneska
rúllettu. Michael frelsar þá en fljótlega skiljast leiðir þeirra.
Nick fer yfir um og strýkur úr hernum til þess eins að keppa
áfram í rússneskri rúlettu. Steven missir báða fæturna fyrir
neðan hné og neyðist til að ferðast um í hjólastól það sem
eftir er. Michael missir áhugan á því að fara heim eins og þeir
allir en harkar það þó af sér.
Þegar þessi mynd kom út olli hún Víetnam-stríðsmynda æði
og henni fylgdu þó nokkrar skemmtilegar og góðar. Þriðja
myndin um stríðið var mynd með stórleikaranum Burt
Lancaster ( Ben-Hur). Þessi mynd hét Go Tell The Spartans
(1978) hún kom út sama ár og Deer Hunter og þótti ekki jafn
góð þrátt fyrir að vera oft lofuð af fyrrverandi hermönnum sem
sögðu hana vera nokkuð raunverulega. En þrátt fyrir það ætla
ég ekki að fara nánar út í þá mynd heldur fjalla um næstu
mynd sem er oft talin besta Víetnam stríðsmyndin.
Fjórða myndin sem kom út um þetta stríð var Apocalypse
Now(1979) sem kom út einungis einu ári eftir The Deer
Hunter. Eftir að Apocalypse Now kom út höfðu þrír virtir
leikstjórar gert Víetnam stríðiðsmynd; John Wayne, Michael
Cimino og Francis Ford Coppola eftir þetta var ekki snúið,
núna framvegis var enginn leikstjóri, leikstjóri án þess að hafa
gert stríðsmynd og þá helst Víetnam stíðsmynd.
Apocalypse Now skartaði ýmsum stórum stjörnum Martin
Sheen, Marlon Brando og Robert Duvall og var ekki mikið síðri
en Deer Hunter (8.5 á imdb.com og í 29. sæti yfir bestu myndir
allra tíma). Apocalypse Now gerist nánast öll í stíðinu, ekki er
fjallað um lífið eftir stríðið eða mótmælin heima í Usa-inu.
Kapteinn Willard (Sheen) er sendur út í stríðið til þess að
finna og drepa hinn stórskýtna og kolgeðveika Kurtz (Brando)
sem hefur komið sér upp eigin heri inni í skógnum. Meðan
Willard fer inn í skóginn fellur hann hægt og rólega fyrir
seiðandi krafti þess, liðsmenn hans fara að falla fyrir
eiturlyfjum og eru hægt og rólega drepnir einn á fætur öðrum.
Smátt og smátt fer Willard að líkjast manninum sem hann var
sendur til að drepa, missir allt álit sitt á lífinu og sér engan
tilgang.
“ We must kill them. We must incinerate them. Pig after pig,
cow after cow, village after village, army after army. And they
call me an assasin. What do you call it when the assasins
accuse the assasin ? ” ( Colonel Kurtz )
Þessi setning lýsir því hversu óhugnaleg persóna Kurtz er í
myndinni
Gerð myndarinnar var heldur einkennilegur ferill sem stóð yfir
í heil tvö ár frá 1976 til 1978 í Filipseyjum og Bandaríkjunum.
Eiginkona Francis, Eleanor skrifaði bók um gerð myndarinnar,
hún heitir ,,Notes: On the making of Apocalypse Now”. Bókin
fékk góða dóma er mælt með henni fyrir unnendur kvikmynda.
Nú ætla ég að hoppa 5 ár áfram í tímann og fjalla um mynd
sem kom út árið 1984. Birdy (1984) fjallar um lífið eftir stríðið,
Birdy (Matthew Modine) er ungur maður sem er upptekinn af
fuglum. Einn daginn er hann sendur til taka þátt í stríðinu,
þegar hann kemur heim er hann sendur á geðspítala fyrir
fyrrverandi hermenn þar sem hann telur sig vera orðinn fugl.
Besti vinur hans, Al (Nicholas Cage) reynir eftir bestu getu að
hjálpa honum.
Tveimur árum síðar kom út myndin Platoon (1986). Platoon
er oft talin ein af fjórum bestu myndum sem gerðar hafa verið
um Víetnam stríðið ásamt Deer Hunter, Apocalypse Now og
Full Metal Jacket sem fjallað verður um síðar. Platoon fjallar
um ungan mann sem sendur er til Víetnam í herflokk þar sem
hann lendir í miðjum árekstri tveggja foringja. Annar foringinn
vill slátra öllum víetnömum sem hann mætir en hinn ekki.
Oliver Stone leikstýrir þessari mynd sem vann óskarsverðlaun
fyrir bestu myndina. Þessi mynd er einstaklega gott dæmi um
,,ekta stríðsmynd”.
Ári eftir Platoon kom Full Metal Jacket (1987), undir leikstjórn
Stanley Kubrick sem fjallar á eftirminnilegan hátt um
æfingarbúðir bandaríska hersins. Aðalhlutverkið leikur
Matthew Modine, sem einnig lék í Birdy, Private Joker. Fylgst
er með því hvernig hann upplifir æfingarbúðir, stríðið og
dauða vina sinna. Joker gengur í gegnum hræðilegar
fangabúðir, jafnvel verri en þær sem G.I Jane gekk í gegnum í
samnefndri mynd. Sjálfur hef ég ekki enn getað fyrirgefið
hinum óhugnalega þjálfara Sargeant Hartman sem hræðir
líftóruna úr þeim hermönnum sem lenda undir stjórn hans.
Full Metal Jacket sem er í uppáhaldi margra (í 92. sæti á
imdb.com) var tilnefnd til óskarsverðlauna fyrir best handritið.
Sama ár komu út tvær myndir sem tengjast Víetnam stríðinu,
Good morning, Víetnam (1987) með þeim stór ,,skemmtilega”
leikara Robin Williams sem þorir að rísa upp og skemmta
hermönnum með útvarpsþætti sínum. Forest Witaker leikur
einnig í myndinni, en hann kom líka fram í Platoon. Hin
myndin sem kom út þetta ár heitir Hamburger Hill (1987) og
fjallar hún um eina af blóðugustu orustunum í Víetnam
stríðinu, orustuna við Hamburger Hill eins og kanarnir kölluðu
hana.
Svo var það Born on the 4th of July(1989) sem fjallar um líf
Ron Kovic (Tom Cruise) eftir tíma stríðsins, hvernig hann
reiðist hippana í byrjun en sameinast þeim síðar. Myndin lýsir
á góðan hátt hvernig ástandið í Bandaríkjunum var á þessum
tíma. Myndin er byggð á sannri sögu, leikstýrðri af Oliver
Stone sem einnig gerði Platoon. Með þessari mynd mynd
hafði hann gert tvær frábærar myndir um stríðið. Hann átti þó
eftir að gera þá þriðju, Heaven and Earth (1993) sem skartar
engum öðrum en Tommy Lee Jones.
Sama ár kom myndin Casualties of War (1989), ágætis
stríðsmynd með Sean Penn og Michael J. Fox í
aðalhlutverkum. Síðar komu fleiri Víetnam-myndir, flestar í
væmnari kantinn og má þar nefna The War(1994) sem eina af
mest áberandi. Árið 2000 kom Í fysta skiptið í 11 ár góð
Víetnam stríðsmynd Tigerland (2000), leikstýrðri af Joel
Schumacher.