Ok nú veit ég ekki hvort fólk er almennt búið að sjá þessa mynd en ég ætla ekki mikið að þræða söguþráðinn, bara rakka myndina sjálfa aðeins niður! En ef ykkur langar virkilega að sjá myndina þá gætuð þið orðið fúl á því að lesa greinina.

Eftir að hafa séð hverja auglýsinguna á fætur annari í sjónvarpinu um myndina Master of Disguise ákvað ég að skella mér á hana með nokkrum vinum mínum. Ég bjóst við miklu af myndinni enda voru auglýsingarnar alveg sprenghlægilegar t.d. “This is what you´re doing, this is what I want you to do(handahreyfingin er hálfur brandarinn!)” Það fyrsta við myndina er söguþráðurinn, alger sorg!!! Ok að sjálfsögðu er hægt að hlæja sig máttlausan af algerum rugl myndum með döprum söguþræði og persónulega þá finnast mér slíkar myndir mjög skemmtilegar. Myndir eins og Dumb & Dumber, Ace Ventura og nú síðast Ali G! Því bjóst ég við miklu enda er Dana Carvey búinn að sanna það að hann er drepfyndinn.(Waynes World og Saturday NIght Live þættirnir) En í þessari mynd nær hann einhvern veginn aldrei að láta ljós sitt skína. Hann talar með ítölskum hreim, vinnur á veitingahúsi föður síns, mömmu hans og pabba er rænt, afi hans sem hann hefur ekki séð í 20 ár kemur og segir honum að hann sé Disguise(Disguise fjölskyldan hefur þann eiginleika að geta breyst í hvað og hvern sem er með hjálp töfraþulu sem er að finna í einhverri töfrabók með klippimyndum!), hann ræður ér gullfallega aðstoðarkonu(Sem að mínu mati var ljósið í myrkrinu!) og fer svo og bjargar deginum. Þessi mynd er bara rugl frá upphafi. Auðvitað geri ég mér grein fyrir því að hún á bara að vera það, enginn tilraun um Óskar frænda! En þetta er bara einfaldlega flopp! Stundum getur maður hlegið að svona myndum en stundum ekki. Allt í allt held ég að ég hafi hlegið ca. 5 sinnum. Og þá ekki alvöru hlátur heldu meira svona “bros, blása lofti út um nefið og eitt ha!”
En maðurinn sem fær vorkunn mína varðandi þessa mynd er vesalings leikstjórinn. Hann er einfaldlega með ekkert í höndunum til að vinna með. Að sjálfsögðu getur þó verið að einhverjum hafi þótt myndin skemmtileg en það sem stendur upp úr hjá mér er atriðið þar sem hann leikur forsetann, hann nær honum helv*** vel! Svo líka þegar pabbi hans klæðir sig upp sem Michael Johnson og platar verðina sem eru að gæta stjórnarskrár Bandaríkjanna um að láta sig fá hana í nk. boðhlaupi! Það sem spilaði inn í þar var músíkin og slow-motion pakkinn.
En semsagt nú er ég búinn að fá smá útrás því að mér var algerlega misboðið og ég frétti síðar að fólk hefði reynt að fá endurgreitt eftir að hafa séð myndina. Í þetta fóru með srætóferðum og alles u.þ.b. 3 tímar af ævi minni sem ég fæ aldrei aftur. Mér blöskraði! Gerið ykkur greiða og bíðið þar til myndin kemur á Videoleigur, farið til tannlæknis og fáið ykkur hláturgas, drekkið fullt af kóki og tjilliði svo í sófanum í ágætis skapi með Master of Disguise í tækinu. En mitt mat er að þessi mynd hefði ekki einu sinni átt að fará í bíó, bara beint á Video leigurnar.

-Kim Larsen-