Ég ætla bara að vara við í byrjun, eins og ég er vön að gera, við því að héðan í frá ætla ég ekki að passa mig á því hvað ég skrifa eða segi um söguþráð þessarar myndar, svo ef þið eruð ekki búin að sjá hana skuluð þið ákveða fyrir ykkur sjálf hvort þið ætlið að lesa þessa grein og ef þig lesið hana og hún spoilerar fyrir ykkur, don´t blame me!

Jæja, allaveganna ætla ég að fjalla um myndina ‘Donnie Darko’ sem ég var að ljúka við að horfa fyrir nokkrum mínútum. Ég veit að það hefur verið send inn grein um hana en ég ætla að reyna að fjalla aðeins nánar um hana, eða öllu heldur hvernig ég upplifði hana ^_^

Hún er samin og leikstýrð af Richard Kelly og er þetta víst hans fyrsta mynd.

Aðalleikararnir eru Jake Gyllenhaal, Jena Malone, James Duval, Patrick Swayze, Arthur Taxier og margir fleiri.

Hún kom út árið 2001 og ég er MJÖG hissa á því að ég hef ekkert heyrt um hana!?


Allaveganna, í megindráttum fjallar sagan um piltinn Donnie Darko (Jake Gullenhaal). Donnie er, svo ekki sé meira sagt, ekki heill á geði! Hann þjáist af ofskynjunum, tekur lyf við veruleikafirringu sinni, er í tímum hjá sálfræðingi og sér stundum kanínu sem heitir Frank. Frank segir Donnie að gera ýmsa hluti sem hann vill ekki gera, t.d. að kveikja í, og fræðir Donnie um það að bráðlega muni heimsendir eiga sér stað!
Á sama tíma eignast Donnie kærustu sem heitir Gletchen (Jena Malone) og eru þau yfir sig ánægð!

En Donnie er hræddur! Hræddur um hvað muni gerast, hræddur um að verða einn!


Myndin fjallar að stórum hluta um brjálæði Donnie´s og hugarástand. Inn í hana er síðan spunnin flækja um heimspekileg málefni líkt og tímaferðalög o.fl…..


MÍN skoðun á þessari mynd er að hún er brjálæðislega góð! Ekki nóg með að hún sé vel leikin, með góðum söguþræði, brilliant töku og góðri tónlist heldur er bara einhver heildarbragur yfir því hvernig þetta smellur allt frábærlega saman! Það er nefnilega oft það sem misheppnast í nýlegum myndum, sem annars gætu verið mjög góðar.
Mér finnst Jake Gyllenhaal vera frábær í þessari mynd! á einhvern undarlegan hátt tekst honum að vera geðveikur en samt frekar eðlilegur á sama tíma! Þegar hann er í sálfræðitímunum dáleiddur… VÁ er eina orðið sem ég tel komast nálægt því að lýsa því… ^_^
Tónlistin er alveg YNDISLEG! Hún er mjög, mjög breytileg, t.d. klassísk og mig minnir að það hafi verið einhverskonar rokk þarna líka! Með líka ákveðnu stefi, sem kemur þónokkuð oft í gegnum myndina, tekst leikstjóranum að skapa þá tilfinningu að eitt lítið, hversdagslegt atriði sem ekkert virðist athugavert við, sé bara miðdepill allrar myndarinnar! að það tengist á einhvern hátt öllu plottinu!

ég er bara enn í vímu eftir þessa mynd!


kannski er greinin ruglingsleg, en það er myndin líka! :)



Mynd sem ég mæli hiklaust með fyrir alla, þótt ég ábyrgist ekki að öllum muni líka hún!

****/**** ^_^
"