Ég var að horfa á vel gamla mynd áðan. Það var myndin True Lies með Arnold Schwarzenegger og Jamie Lee Curtis í aðalhlutverkum ásamt Tom Arnold, Bill Paxton, Tia Carrere og Charlton Heston.
Eins og flest ykkar vita er þetta mynd frá ´94 og er leikstýrð af
James Cameron.
Þetta er að mínu mati einhver besta mynd sem Schwarzenegger hefur leikið í.
Fyrir ykkur sem vitið lítið um söguþráðinn (þ.e. ef þið hafið ekki séð hana) þá leikur Schwarzenegger njósnara og Jamie Lee eiginkonu hans. Síðan lenda þau í vanda og þurfa að redda málunum. Ég veit að þetta segir ekki mikið en ég vill ekki eyðileggja :D .
Þetta er svona spæjaramynd með vel fyndnum atriðum og commentum.
Þarna leikur Svartsnaggurinn vel og ekki eitthvern uppstífan, stirðan og þrjóskan náunga sem segir bara hastalavista og sprengir síðan andstæðingin með því að troða kjarnorkusprengju ofan í kokið á honum.
En allavega mæli ég mjög með þessari mynd og þetta eru einhverjar bestu 141 mínúta sem ég hef eytt í það að horfa á bíómynd.

IRMM (ég viðurkenni það að lengd og nöfn eru tekin annars staðar frá - upp á nákvæmni og stafsetningu)