Kvikmyndin Dead Man fjallar um William Blake ( Johnny
Depp) endurskoðanda sem hefur verið lofað starf í bænum
Machine í Bandaríkjunum hjá illkvittnum gömlum manni sem
heitir John Dickinson(sögusvið er byrjun seinustu aldar).
Þegar hann kemur í bæinn er búið að ráða annan mann í
starfið, þannig hann er fastar í glæpabæ sem mikið slæmt er
löglegt. Hann kynnist fallegri hóru að nafni Thel Russell og
þau fara heim til hennar og ríða. Fyrrirverandi kærasti hennar
Charles Dickinson (Gabriel Byrne(sonur John Dickinson)) er
mjög bitur eftir að hún hætti með honum og þegar hann
kemur að þeim liggjandi í rúmi hennar skýtur hann hana til
dauðans og særir William. William nær hinsvegar að
bregðast við og skýtur hann í hálsinn. Ringlaður stekkur
William út um glugga og liggur meðvitunarlaus á jörðinni.
Daginn eftir vaknar hann við það að indíáninn Nobody er að
reyna að lækna hann. William kynnir sig og Nobody ruglast á
honum og frægu bresku ljóðskáldi ( sem heitir að sjálfsögðu
William Blake). Nobody er mikil aðdáandi ljóðskáldsins og
ákveður að hjálpa honum við flótta sinn. Á meðan er John
Dickinson að leigja þrjá mannveiðara til að finna morðingja
sonar hans.

Snillingurinn Jim Jarmusch leikstýrir og skrifar handritið á
þessari frábæru mynd sem var tilnefnd til Cannes
verðlaunana (átti líklegast skilið að vinna). Tónlist
myndarinnar er ein besta og frumlegasta tónlist sem ég hef
nokkuð tíman heyrt og er hún eftir rokkarann Neil Young. Ég
mæli með henni fyrir alla kvikmyndaunnenda. Ég mæli einnig
með Ghost Dog:The Way Of The Samurai sem er líka eftir
Jarmusch.

P.s. takið eftir smáhlutverkin sem John Hurt, Iggy Pop og Billy
Bob Thornton hafa í myndinni.