Ef þið eruð búin að fá nýjasta BT blaðið, þá ættuð þið að lesa smáa letrið á DVD opnunni. Þar stendur:

“Spilararnir eru líka mismunandi af því leytinu til að sumir taka diska frá öllum 6 DVD svæðum heimsins á meðan aðrir eru eingöngu gerðir til að taka diska frá t.d. svæði 2 sem er Evrópa (sjá DVD-sæðin). Hitt er þó annað mál að flestir spilarar sem hafa þessa læsingu frá framleiðanda eru ”opnanlegir“. Þ.e. að hægt er að framkvæma ákveðna aðgerð með fjarstýringunni til að opna þessa vörn eða aðrir sem þurfa að fara til viðurkennds aðila sem sér um ”opnunina“. … Það skal þó taka fram að um lög er að ræða og því er ekki til þess mælst að fólk ”opni“ spilarana. Það er bannað.”

Hvað í ósköpunum meina þeir með viðurkennum aðila? Meina þeir kannski að framleiðandinn viðurkenni ákveðna aðila sem MEGA opna svæðin? Ég held ekki! :)