Nú þegar kemur að jólum verð ég að segja frá smá hefð hjá mér. Ég fer alltaf á fætur á jóladag og set eina ákveðna spólu í tækið,sú spóla er Christmas vacation ekki vegna Chevy Chase sem er allt í lagi í henni heldur vegna Randy Quaid sem leikur cousin Eddie. Þessi karakter er í miklu uppáhaldi hjá mér þeir sem hafa ekki séð þessa mynd ættu að drífa sig og tjekka á henni. Hann fer á kostum í henni sem viðbjóðslegi hillbilly bróðir Chevy Chase. Hann hefur gert þetta í mörgum myndum, að stela senunni í litlum hlutverkum. Ég er svoldið sár að hann skuli ekki fá fleiri stór hlutverk. Mig langar svoldið að rifja upp feril þessa snillings.
Hann fæddist 1 Október 1950 í Houston, Texas og er því nýorðin 50. Hann er auðvitað bróðir leikarans Dennis Quaid, sem er einnig ágætis leikari.
Fyrsta mynd Randy´s var The Last Picture Show þar sem hann lék Lester Marlow. Síðan fylgdu myndir eins og Getting away from it all-What´s up doc?-The Last detail-Paper moon-Lolly Madonna XXX-Apprenticeship of Duddy Kravitz-The Great Niagara-Breakout-The Missouri Breaks-Bound For Glory- The Choirboys-Three Warriors-Midnight Express-Last ride of the Dalton Gang-To Race The Wind-The Long Riders-Foxes-Of Mice And Men(TV)-Heartbeeps-Vacation( þar sem cousin Eddie kom fyrst fram)-The Wild Life-The Sluggers Wife-Fool for Love-The Wrath-No Mans Land-Moving-Caddyshack II (mjög fyndin í henni)-Christmas Vacation( hrein snilld)-Parents- Out Cold-Bloodhounds Of Broadway- Texasville- Quick Change- Martians Go Home- Days Of Thunder- Cold Dog Soup- Freaked- The Paper- Rommates-Next Door(góður í henni)-Curse Of Starving Glass- Major League II(kemur skemmtilega fyrir í henni)-Bye Bye Love- Legends Of The North- Independece Day- Kingpin- Get On The Bus- Ruby Ridge- Last Dance- Vegas Vacation(cousin Eddie)- Hard Rain-P.U.N.K.S-Last Rites- Bug Buster- Purgatory- The Debtors- Adventures Of Rocky&Bullwinkle-Pluto Nash(2001).

Eins og þið sjáið þá hefur hann átt litríkan feril. Hann hefur verið að leika í rúm 30 ár og heldur hefur nú skort bitastæð hlutverk. Hann var einnig í Saturday Night Live í nokkur ár og vakti lukku þar. Hann hefur hins vegar aldrei svo ég viti leikið á móti litla bróðir sínum, sem er synd því þeir eru glottarar af guðsnáð. Enn og aftur skora ég á þá sem hafa ekki séð Christmas Vacation að leigja hana um jólin, hún kemur manni í rétta skapið.
Lengi lifi Randy Quaid Húrra Húrra Húrra.