Ég er búinn að fá nóg af þessum sömu nöfnum í kvikmyndum á borð við Jack og John. Er aldrei hægt að hafa frumleg nöfn í kvikmyndum? Þið hljótið að hafa tekið eftir þessu. Það eru til billjónir af nöfnum og það er stungið upp á því að nota alltaf sömu nöfnin. Hvað ætli kvikmyndahönnuðir eða hverjir sem það eru séu að meina með þessu.

Ég hef hinsvega tekið eftir því að Íslendingar nota oftast einhver svona…frekar óalgeng nöfn. Eða, kannski ekkert ótrúlega óalgeng en samt heita fáir algengum nöfnum. Jón kemur t.d ekki oft í íslenskum kvikmyndum. Það eru líka alltaf einhverjir útlendingar í íslenskum kvikmyndum.

Annað nafn sem er algengt í kvikmyndum er Charlie. Ég gleymdi bara að telja það upp.

En svo er annað: Það eru þessir ógeðslega leiðinlegu þættir á Rúv, þarna Guiding Light sem heitir á íslensku Leiðarljós en oftast kalla ég það bara Leiðindaljós. Það eru svona 5000 karakterar í þessum þáttum en aldrei hef ég séð mjög algeng nöfn í þeim. Ath. ég er EKKI alltaf að horfa á þessa hræðilegu þætti og ef einhver horfir á þá og finnst þeir skemmtilegir ekki fara að nöldra í mér. Þetta er nú bara mín skoðun á þessum yndislegu þáttum.

Sem sagt, það sem ég er að segja er að það eru alltaf sömu nöfnin í kvikmyndum, þó sérstakleg Jack og John…og Peter.

Ég vildi bara koma þessu á framfæri.