Þessi mynd hefur nú fengið svakalega umfjöllun í gegnum tíðina, reyndar hef ég aldrei áttað mig á af hverju. Ég sá hana fyrst þegar ég var lítill og hún skildi ekkert eftir. Svo var eitthvað fífl sem minnti mig á hana, “hræðilegasta mynd sem ég hef séð”. Ég tók mark á þessu og keypti hana, spenntur því að ég var viss um að hérna væri ég kominn í feitt.
Ekki skil ég hvað fólki finnst svona hrikalegt við þessa mynd, það tók mig alls þrjá daga að horfa á hana því að ég hafði í rauninni engan sérstakan áhuga á því að klára hana.
Ég segi það ekki að ég sé ósáttur við að hafa keypt hana en mér finnst ótrúlegt hvernig sögur um myndir geti haldist svona uppi, kannski er fólk bara að fylgja tískunni…

George og Kathy Lutz eru ný búin að kaupa sér stórkostlegt hús. Þau flytja inn með krakkana en vita ekki að fyrir nokkrum árum gerðist hrikalegur hlutur í þessu húsi… Heil fjölskylda var myrt í þessu húsi og ekki nóg með það heldur eru skuggalegir hlutir búnir að ské þarna í hundruðir ára.
Ekkert “óvenjulegt” kemur þó uppá nema hvað að prestur nokkur, Delaney sem er góður vinur Kathy kemur til að blessa húsið. Eitthvað fer þó úrskeiðis því hann er rekinn öfugur út aftur af íllum öndum.
Delaney fer að veikjast mikið og þýðir ekkert fyrir Kathy að reyna að ná í hann, húsið sér til þess að það er ekki mögulegt.
Kemst presturinn til að vara þau við íllu öflunum sem kraula í húsinu?
Er George að tapa sér?
Hvað í andsk er að gluggunum?

Leikurinn er afbragðs góður, það verður bara að segjast strax. Myndin heldur uppi spennu mest allan tíman en þóg ekkert til að hrópa húrra fyrir.
Aðal gallinn liggur í handritinu því að það eru ótrúlega margar holur í myndinni, hlutir sem vanta meiri útskýringu á og þannig atriði sem fara hefði mátt betur.
Tæknibrellurnar eru allar í lagi og ekkert til að kvarta yfir á þeim velli en samt eru það þessir fyrr nefndu gallar í handritinu sem draga hana niður.
Ekkert climax í þessari mynd.

**