Kvikmyndin Affliction eftir Paul Schrader sem hefur unnið
mikið með Martin Scorsese þar meðal skrifaði hann handritið
á Taxi Driver og með öðrum skrifaði The Last Temptation of
Christ, Raging Bull og Bringing Out The Dead. Það er að fara
að koma ný mynd eftir hann sem heitir Auto Focus og er með
Willem Dafoe og Greg Kinnear og svo er hann líka að fara að
gera Exorcist mynd…en hvað með það hér er söguþráðurinn.

Wade (Nick Nolte) er léttruglaður lögreglumaður(?) í smábæ í
Bandaríkjunum. Hann á dóttur sem hann hittir nokkru sinnum
í mánaði (dóttirin býr hjá mömmu hennar), hann er mjög
lélegur faðir en reynir að vera smáskemmtilegur við hana og
það er augljóst að hún lítur niður á hann. Samstarfsfélagi
hans Jack verður vitni af því þegar milljónamæringur lendir í
veiðislysi og deyr. Bróðir Wades, Rolfe (Willem Dafoe) byrjar
að hella kenningar yfir wade og hann byrjar að gruna að Jack
hafi myrt hann. Faðir Wades (James Coburn) er drykkjufelldur
og sýnti fjölskyldu sinni bæði líkamlegt ofbeldi og Wade fór
verst úr því og óttast að hann muni falli í fótspor hans og verða
eins hræðilegur maður og faðir hans var ( titillinn Affliction er
örugglega vísun til þess). stærri kenningar og tilgátur vaka yfir
Wade og hann heldur að yfirmaður hans hafi borgað Jack fyrir
að myrða milljóneran og verður mjög paranoid. Lífið verður
mjög flókið og óþolandi hjá honum ekki hjálpar það að hann
hefur hræðilega tannpínu. Jæja ég ætla ekki að lýsa myndinni
meir en ég mæli stranglega með henni. 8.5/10.


Over and out.