Ég fór á “ Master Of Disguise” um helgina, nánar tiltekið á frumsýningu í Smárabíói kl. 6. og ég hafði séð trailerinn svona 5 sinnum en ég var alveg viss um þetta væri algjör dauðagrínsmynd og ég myndi ekki ná andanum. En svo var ekki og nokkrir vinir mínir voru í eldri hópnum í salnum þó er ég ekki nema 15 ára. Öllum fyndnu atriðunum hefur verið þjappað saman og sett saman í einn geðveikan trailer…… en ef þú hefur séð trailerinn oftar en 1 sinna þá mæli ég með því að þú leigir þér spólu í staðinn fyrir að fara á þessa mynd.

Þá sem langar í alvöru að sjá myndina og hafa ekki séð trailerin hætti að lesa núna.!!!!!!!!!

Þessi mynd er semsagt um hálfvitann Pistacio Disguise og fjölskylda hans er öll meistarar í því að dulbúa sig. En pabbinn vill ekki þetta líf fyrir son sinn og opnar Ítalskann veitingastað sem Pistacio vinnur á þegar myndin “byrjar”. Vondur auðjöfur rænir pabba Pistacio, til að hann geti dulbúið sig sem allskonar fólk og stolið miklum verðmætum fyrir hann. Þá kemur Afi pistacio og segir honum allt af létta og reynir að gera hann að “meistara”. Það gengur brösulega og það er um hálf myndin. Síðan koma einstaka fyndin atriði sem ég hafði séð öll áður og loksins er myndin búin.

Ein stjarna
ég er ekki bara líffæri