Undercover Brother Undercover Brother

Myndin um svarta ofurnjósnarann undecover brother byggir á teiknimyndasyrpum á internetinu eftir mann að nafni John Ridley (U-Turn, Three Kings). Það eitt og sér er óvenjulegt en það hlaut að koma að því að skemmtiefni á internetinu færi að skila sér að hvíta tjaldið. Ridley þessi hefur átt þátt í kvikmyndaútgáfunni því hann skrifar handritið að myndinni og sagan er eftir hann. Sagan er svo sem ekki sérlega beysin. “Maðurinn” eða The Man (sem er helsti andstæðingur svartra í heiminum) og samtök hans ætla að heilaþvo allt svart fólk í heiminum og því þurfa undvercover brother og félagar hans í B.R.O.T.H.E.R.H.O.O.D. að koma í veg fyrir það.

Sagan er eins og sjá má ekki aðalmálið heldur fyndnar aðstæður og mikill húmor. Myndin er eins konar svört útgáfa af Austin Powers sem er búið að fönka aðeins upp.

Mikilvægt er að vanda leikaravalið í mynd sem þessari og Eddie Griffin er upprennandi grínleikari sem tekur sig mjög vel út í hlutverki undercover brother. Hann minnir um margt á Eddie Murphy á sínum tíma, þ.e. þeim tíma þegar Murphy lék í almennilegum myndum. Griffin er með þessari mynd fyrirgefið að hafa leikið í ósköpunum Double Take.

Annar leikari sem fær fyrri syndir fyrirgefnar með þessari mynd er Chris Kattan (Saturday Night Live) sem leikur illmennið Mr. Feather og fer á kostum í því hlutverki. Honum er sumsé fyrirgefið að hafa látið narra sig til að leika í hryllingnum Corky Romano.

Aðrir leikarar á borð við Denise Richards, Dave Chappelle, Neil Patrick Harris (Doogie Howser MD), Chi McBride (Boston Public) og Billy Dee Williams virðast skemmta sér vel í þessari mjög svo fyndnu vitleysu. Auk þeirra bregður guðföður soultónlistarinnar, James Brown, fyrir í afar skemmtilegu atriði.

Myndin er á köflum gríðarlega fyndin og það er fagnaðarefni að kvikmyndagerðarmennirnir og handritshöfundurinn hafa ekki fundið sig knúna til að grípa til ódýrra aðferða til að kæta kvikmyndahúsagesti. Það er ekki notast við fret eða annan líkamlegan húmor til að fá fólk til að brosa.

Leikstjórinn Malcolm D. Lee (The Best Man) er frændi hins frábæra leikstjóra Spike Lee. Honum hefur hér tekist að búa til netta og skemmtilega grínmynd sem tekst að gera grín að kynþáttum og hegðun þeirra án þess að fara út í fullkomlega móðgandi húmor.

Hér er kominn nýr njósnari sem gæti mögulega slegið Austin Powers við, en myndin er jafnvel betri en síðasta myndin um Austin kallinn.

- Þýtt af http://movies.go.com/ og bætt meiru inn!

Undercover Brother hefur hlotið lélega gagnrýni undanfarna daga, á Kvikmyndir.is og .com fær hún t.d bara 2,5 stjörnur sem á að vera sæmilegt. En aftur á móti er þessi mynd hrein snilld.

Endilega farðu á þessa mynd.
- Björn Þó