Dolby Digital EX eða Ex-Dolby Digital ?

Ástæðan fyrir þessari fyrirsögn er að ég hef tekið
eftir áhveðinni röskun á hljóðkerfinu í Laugarásbío.
Áður en ég byrja að rakka bíóið niður þá vil ég bara
segja að Laugarásbío hefur verið annað besta bíó
landinu undanfarin ár að mínu mati. En ég ætla samt
að segja ykkur frá því sem ég tel vera bilun í
hjóðkerfinu í Laugarásbíó. Þannig er mál með vexti að
ég fór á Scarymovie í A sal. Allt í góðu með það en
það var greinilegt “audio sync” vandamál í gangi.
Þegar liðnar voru um það bil 10 mín af myndinni þá var
hljóðið orðið virkilega langt á eftir. Það var ekki
möguleiki að horfa á varir leikarna nema verða
sjóveikur. Þetta virtist lagast eftir því sem leið á
myndina og var maður búinn að gleyma þessu þegar
myndin var búin. Enda hefði ég alveg gleymd þessu ef
ég hefði ekki farið á Shaft seinna í sama bíói. Þegar
ég fór á Shaft þá sat ég AFTAST í A sal lengst uppi í
hægra horni. OJ OJ OJ, ekki nóg með það að það var
rosalega þröngt um lappirnar þarna upp heldur var eins
og tveir fílar væru að hoppa ofan á mér þegar bassinn
kom eins og högg bylgja og hjartað í mér hætti að slá
bara vegna þess að það hélt að einhvert annað hjarta
væri búið að taka við. Ég var ekki sá eini sem fann
þennan mikla bassa því ég var í sex manna hóp og það
fundu þetta allir ásamt því að ég tók eftir því að
fólkinu á næsta bekk stóð ekki alveg á sama. Eins og
vanalega þá byrjuðu þeir að sýna Trailera og allt leit
út fyrir að einhver hefði óvart ýtt á “PowerBass”
takkann (þ.e. ef hann er til) og hækkað bassa volume
upp um helming. Svo þegar myndin byrjaði og þessi
ofursvala byrjun á Shaft kom þá heyrði maður
greinilega að það var ekki allt í orden. Hljóðið var
bjagað og einfaldlega lélegt.
Í byrjun myndarinnar þá kom DolbyDigital EX kynning,
nýtt 6.1 rása hljóðkerfi, sem ég gat náttúrlega ekki
fyllilega notið vegna þess að ég sat á svo ansalegum
stað í bíóinu. Eftir myndina þá kennti ég því um að
þeir hefðu bara verið ný búnir að setja inn þetta nýja
hljóðkerfi og væru bara hreinlega ekki búnir að stilla
það. Þegar ég fór svo á Charlies Angels í gær þá var
mér það alveg ljós að svo var ekki. Audiosync
vandamálið var greinilegt út alla myndina og bassinn
var of hátt stilltur. Í þetta sinn þá sat ég í
nokkurvegin miðjum salnum og gat heyrt að DD6.1 var
greinilega í gangi og lofar það góðu.
Eitt sem ég tók eftir að var ekki sýnt þegar ég fór á
Charlies Angels var það þeir spiluðu ekki THX logoið.
Þó svo að ég sé ekkert sérstaklega hrifinn af þessum
staðli og bíó á Íslandi spili þetta logo á fullu þó
svo að hljóðið sé í mono og tjaldið hulið af kóki og
rispað meira en gömul grammafón plata. Kannski hafa
þeir bara ekki náð að uppfylla THX staðalinn.

Sem sagt hjóðkerfið í A sal í Laugarásbíó er í rusli.

p.s.
Nýju sætin í Laugarásbíó er rosalega þægileg :)
Spirou Svalsson