Ég fæ alltaf boner þegar ég hugsa um að það sé verið að gera Matrix 2 og 3. En ég verð alltaf dapur þegar ég heyri hvað er langt í þær. 2 á að verða frumsýnd í desember 2002 samkvæmt nýjustu fréttum og 3 í ágúst 2003. Ég get allveg skilið afhverju þetta tekur svona rosalegan tíma, Wackowski bræður ætla sér að toppa frummyndina sem fyrir öðrum hljómar sem djók en ekki þeim.
Þegar Matrix vann besta myndin á Mtv movieawards þá kom framleiðandinn Joel Silver upp og sagði “ If you liked the first one then you havent seen anything yet” þarna fékk ég gæsahúð aldarinnar. Carrie Ann Moss eða Trinity fékk handritið í hendurnar og ákvað að fara heim til sín og lesa það í makindum sínum. Hún varð víst svo æst yfir því að hún las það aftur og aftur( ÚÚÚÚÚ).
Hún sagðist ekki geta beðið eftir því að byrja á henni. Matrix er búin að hafa svo mikil áhrif á aðra kvikmyndamenn að þeir stæla hana endalaust(Art of War, Charlies Angels). Matrix trilogían verður á endanum Star Wars trilogía okkar kynslóðar. Ef einhver hefur einhverjar nýjar upplýsingar um Matrix 2 og 3 þá endilega skrifið nokkrar línur. Þessi lína verður notuð örugglega í framtíðinni “ Pabbi safnaðir þú Matrix dóti?”.