Goodfellas (1990) Goodfellas er besta mafíumynd kvikmyndarsögurnnar fyrir utan Guðföðurinn.Hún hefur frábært handrit sem er byggt á bókinni Wiseguy eftir Nicolas Pileggi. Leikstjórnin er frábær en ekki skrítið því það er enginn annar en snillingurinn Martin Scorsese sem er að verki. Leikarnir í myndinni eru algjörir snillingar. Ray Liotta, Joe Pesci, Paul Sorvino, Lorraine Bracco og auðvitað maður sem hefur leikið stærstu mafíósana allra tíma, Don Vito Corleone og Al Capone. Auðvitað er ég tala um Robert De Niro sem vantar aldrei í góða Martin Scorsese mynd.

Henry Hill er írsk-ítalskur mafíósi (hann er í þeirri ítölsku) sem hefur frá bernsku dreimt um að vera mafíósi. Hann kynnist fljótt réttu fólki og verður brátt í hópi Paul Cicero (Sorvino), Jimmy Conway (De Niro) og Tommy DeVito (Pesci).

Við fylgjumst með lífi Henry´s Hill í þrjá áratugi og sjáum hann og mafíuna fara í gegnum súrt og sætt.

Joe Pesci fékk óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki sem hann á réttmætilega skilið. Lorraine Bracco var líka tilnefnd fyrir túlkun sína á Karen Hill, eiginkonu Henry´s. De Niro stendur sig líka frábærleg. Og líka sá ófarsæli leikari Ray Liotta stendur líka fyrir sínu.

Martin Scorsese fékk ekki óskarinn fyrir leikstjórnina heldur Kevin Costner. Ótrúlegt að það er hægt að taka Kevin Costner fram fyrir Martin Scorsese.

Goodfellas er næstbesta mynd Scorsese´s með Taxi Driver en Raging Bull er sú besta. Það ættu allir að kíkja á þessa snilldar mafíumynd.

***½/****

Kveðja Gunnar:D

Ps. Gleymdi ekki stjörnugjöfinni:)