Jæja fólk, nú hafið þið líklega flest lesið greinar um hve léleg myndinn er í dagblöðum og öðrum miðlum. Það fólk er flest á móti öllu sem að heitir slasher og bjóst við fljótandi saur úr Hollywood verksmiðju og fór á sýningu um miðjan dag með fordóma í hjarta. Ég fór á hana eitt kvöldið og bjóst ekki við neinu.

Myndinn byrjar með því að það er gefinn innsýn í hvað gerðist á eftir loka atriði H20, þar sem að Michael skipti um stað við sjúkraliða og slapp þannig ómeiddur (nokkur sár kannski) en Julie Strode var send inn á geðveikrahæli. Brátt er kynntur öryggisvörður á geðveikrahælinu og um leið sjúklingur sem að finnst gaman að klæða sig sem raðmorðingjar. Um leið og það atriði var búið vissi ég að einhver misskilningur mundi eiga sér stað í náinni framtíð.

Allavega Michael kemur í heimsókn í þvottahúsi hælisins og báðir öryggisverðirnir fara niður að gá að þeim sem að þeir telja, geðsjúkling. Öryggisvörður eitt tefst smá vegna hungurs og skiljast því leiðir hjá þeim. Eins og við mátti búast deya þeir báðir. Michael byrjar síðan að leita að Julie og eftir stuttastund hefst eltingaleikur sem að endar með því að Michael hengur fram af brún. Michael var ekki fæddur í gær og byrjar að klóra í grímuna sína og gabbar þannig Julie til að koma nógu nálægt til að drepa hana :o.

Núna segja eflaust flestir “ha, hvað á hann nú að gera, er hann orðinn atvinnulaus?” Þar kemur Busta Rhymes inn í (hata hann) hann er nefnilega nýbúinn að stofna fyrirtæki sem að kallast “Dangertanement” og hann er að fara að senda sex manns í húsið sem að Mikki bjó í. Aðalpersónurnar: Hóran, nördastelpa, hrædda stelpan, svarti gaurinn, skrítni gaurinn, graði gaurinn og síðan Busta Rhymes.

Ég nenni ekki að segja neitt meira um myndina annað en þetta: Það eru virkilega fyndinn atriði í henni, fólk er drepið á skemmtilegan hátt og Michael er ekki eymingi eins og í H20. Myndinn stelur dáldið miklu frá Föstudögunum en það eru bara skemmtileg atriði. Ef að þú fílar slashera þá mæli ég eindregið með henni, annars máttu sleppa áhorfinu.

tveir og hálfur af fimm mögulegum.