Þannig er nú má lmeð vexti að sú tegund kvikmyndagerðar sem tröllríður nú öllum kvikmyndaheiminum eru þríleikir. Það má segja að þetta hafi allt hafist með Star Wars þríleiknum sem óþarft er að segja varð geysivinsæll. Ekki nýttu sér þó þennan möguleika í miklum mæli fyrr en ákvað var að gera nýjar 3 myndir um Star Wars (þær sem nú eru í gangi) og þá opnaðist flóðgáttin. Fljótlega eftir gerð The Matrix var ákveðið að gera skyldi þríleik úr þessu öllu saman. Mikill spenningur myndaðist í kringum þetta allt saman og sáu menn þá að töluverður markaður var fyrir þessu. Peter Jackson og félagar ákváðu þá að nú væri tími til að gera myndir um Lord of the Rings. Það var nú eiginlega ekki í þeirra höndum að gera þetta að þríleik þar sem höfundur þessara bóka (J.R.R Tolkien) hafði gert þetta að þríleik í bókum sínum þar sem þetta form er löngu þekkt í bókemnntageiranum. Óhætt er að segja að vinsældirnar hafi ekki minnkað við gerð þessara mynda en það sem Peter Jackson og félagar höfðu umfram aðra var það að þeir gerðu allar þrjár myndirnar í einu, og því töluvert ódýrara verk en ella hefði orðið.

Nú verð ég að segja að mér persónulega finnst þetta form af kvikmyndum alveg merkilega skemmtilegt. Þetta býður upp á mikla eftirvæntingu og spennu sem gerir það að verkum að fleiri sjá þessar myndir en ella. En kannski helsti galli þessa er það að ef fleiri en einn þríleikur er í gangi að þá mun þetta alltaf bitna á einhverjum þríleiknum. Sjáið til dæmis Star Wars, er einhverjum ekki drullusama hvernig síðasta myndin verður? Aðalatriðið er að síðasta myndin verður gerð, við sjáum hana, dæmum hana ömurlega (eins og síðustu tvær myndir voru) og svo heldur maður áfram að hlakka til næsta þríleiks eins og t.d. Matrix, eða Lord of the Rings. Svo gæti þetta einnig komið “minni” þríleikjunum til góða. Tökum sem dæmi mig: Ég fór á Matrix, þótti hún frábær og svo frétti ég það að það ætti að gera 2 í viðbót og hlakkaði mikið til. Síðan dróst það að sýna næstu, Lord of the Rings kemur út og VÁÁÁ!!! Nú get ég ekki beðið eftir næstu mynd í þeim þríleik. Og einmitt þess vegna er ég næstum því búinn að gleyma Matrix þríleiknum og því minni væntingar gerðar til næstu myndar þar og þið vitið öll að því minni væntingar sem maður gerir því betri virkar myndin á mann.

En hvað finnst ykkur?