Taxi Driver (1976) Martin Scorsese hefur verið einn besta leikstjóri síðustu ára. Hann hefur verið þekktur fyrir gott samstarf við besta leikara síðustu ára, Robert De Niro. De Niro hefur náð stærstu smellum sínum í samstarfi við Scorsese.Taxi Driver var eitt af mörgum samstarfa þeirra sem heppnaðist frábærlega.Myndin er ádeila á bæði undirheima New York borgar og stríð.

Travis Bickle er leigubílstjóri. Hann var hermaður í Víetnam og hefur ruglast verulega eftir það. Sem leigubílstjóri vinnur um nætur vegna svefnleysið. Hann er einfari en ég held ekki að eðli, heldur hefur stríðið breytt honum. Hann kynnist konu að nafni Betsy. Þau fara á nokkur stefnumót og þar sér maður hvað fólk verður ruglað eftir stríð. Hann kynnist svo 12 ára vændiskona að nafni Iris. Við það klikkast hann alveg og ætlar sér að vernda Iris (Jodie Forster).

Lokatriðið er eitthvert magnaðasta atriði sem ég hef séð.

Robert De Niro er ótrulega góður í hlutverki leigubílstjórans. Einn af bestu leikum sem hann hefur sýnt og ég held að hann hafi einugis verið betri Raging Bull. En Jodie Forster er frábær sem tólf ára vændiskona. Og ég held að þetta sé hennar besta hlutverk fyrir utan Clarice Starling í Silence of the Lambs.

Það er ekki spurning að þetta sé með bestu myndum Scorsese´s. Raging Bull er að mínu mati best en ég vil ekki velja á milli þessari og Goodfellas.

Taxi Driver er tímamótaverk sem sýnir New York í sínu raunverulegu ljósi.

Kveðja Gunnar:D