One flew over the cuckoo´s nest (1975) Kvikmynndin One flew over the cuckoo´s nest er án efa ein af mínum uppáhalds myndum. Myndinn leikstýrir Milis Forman en hann hefur einnig leikstýrt Man on the moon, Amedus og Pepole vs. Larry Flint.
Þetta er held ég ein af tveimur myndum sem hefur unnið öll helstu óskarsverðlaunin. Jack Nicholson fékk verðskuldaða styttu fyrir túlkun sína á persónunni skemmtilegu McMurphy.
Lousie Fletcher fékk styttu fyrir leik í aukahlutverki kvenna, Miles Forman fyrir leikstjórn og svo einhver tvö önnur sem held að sé Handrit og leik í aukahlutverki karla.

Myndin fjallar um mann að nafni McMurphy sem er á geðsjúkrahúsi. Hann er ekkki geðveikur en lætur sem svo till að sleppa við fangelsisvist. Mynd gerist mest allan tímann innan múra geðsjúkrahúsinns og það sem gerist þar er oft á tíðum sprenghlægilegt.
Myndin er uppfull af gríðarlega skemtilegum og léttklikkuðum persónum ein og Martini sem Danny DeVito leikur, Harding, stóra, heyrnalausa og mállausa indíánanum, og svo hjúkkunni Mildred Ratched sem Lousie Fletcher leikur svo vel.

Þessi mynd innheldur hlægilegasta atriði sem ég hef séð, þar er þegar sjúklingarnir keppa við verðina í körfubolta. Þetti atriði er tærasta snilld og ég hef ekki hlegið jafn mikið að kvikmyndaatriði áður.

Myndin fær án efa 4 stjörnur a fjórum möguleikum fyrir að vera snilld!!
Þessi mynd er Gamandrama.