Hann hefur farið á kostum í litlum hlutverkum jafnt sem stórum hlutverkum. Hann var yndislegur í Fargo, hann var mjög góður í The Big Lebowski( shut up Donnie), hann er meira segja góður í kúka myndum eins og Armageddon. Hann var frábær í Reservoir dogs( why do I have to be Mr.Pink) hann hjálpar frekar slöppum myndum upp í meðalmennsku eins og The Wedding singer. Það hefði mátt gera fína splattermynd úr karakternum hans í ConAir og kemur skemmtilega fyrir í Big Daddy og Pulp Fiction. Hann hefur leikstýrt einni mynd áður sem hét Trees Lounge( sem var ágæt,soldið þung á tímum). En nú hefur hann sest aftur í leikstjórastólinn fyrir mynd sem kallst The Animal factory. Þetta er fangamynd(drama) sem fjallar um ungan strák sem fer í fangelsi og kemst undir verndarvæng eldri manns þar inni, sem verndar hann frá öllum vondu mönnunum þar inni. Í helstu hlutverkum eru Willem Dafoe, Edward Furlong, Mickey Rourke og að sjálfsögðu meistarinn sjálfur Steve Buscemi. Möst að sjá þessa.