HÆ hæ hugarar!
Ég var að horfa á The Others myndina í annað sinn og finnst hún bara nokkuð góð en langaði að segja ykkur aðeins um hana.

Grace (Nicole Kidman) og börn hennar tvö búa í stóru draugalegu sveitasetri á eyjunni Jersey.
Síðari heimstyrjuöldinni er nýlokið og húsbóndinn maður Grace og faðir barnanna ekki en kominn heim úr stríðinu. Börnin kljást við sjaldgæfan skjúkdóm en þau þola litla sem enga birtu og aðeins má hafa eitt lítið kertaljós í kringum þau og eru þung stór gluggatjöld fyrir öllum gluggum.
Einn daginn hverfur þjónustufólk í húsinu upp úr þurru og tekur ekki einu sinni laun sín með. Grace ræður nýtt þjónustufólk og upp á hjá henni banka gömul kona, gamall maður og mállaus stelpa hún ræður þau en eftir að hún ræður þau fara dularfullir hlutir að gersast og ekki er allt með felldu í húsinu.
Grace þjáist af mígreni og er hún tæp á geði (eða ræður varla við geðheilsuna).
Endirinn er sá endir sem maður bjóst síst við en toppar myndina.

Skemmtileg mynd sem ALLIR þyrftu að sjá.
Ég dýrka þessa mynd og er að pæla í að fara bara og horfa á hana aftur :D