Mér datt nú svona í hug að senda inn hérna smá kork og spyrja ykkur hér hvort að þið hefðuð áhuga á því að sjá fræðslumynd um starf sýningarmanna í bíóum. Ég hef oft verið að gæla við þessa hugmynd og spá hvort maður ætti að gera svona smá heimildarmynd um þetta til þess að leyfa öllum sem áhuga hafa á að sjá hvernig þetta fer fram og hvernig kvikmyndin kemst í rauninni til áhorfanda. Er sjálfur sýningarmaður.. Og ég setti þetta hérna inn því þetta tengist nú þessu áhugamáli hér á huga hvað mest þó þetta sé ekki um kvikmyndirnar sjálfar.

Er þetta eitthvað sem fólk hefði áhuga á að sjá.. Tek það fram að ég er ekkert búinn að taka neitt svona upp. Er fyrst að taka púlsinn á fólki og tékka hvort að það hefði áhuga á því að sjá þetta. Þetta er nefinlega merkilegra en margan grunar :)
Cinemeccanica