Þar sem einn notandi var að biðja mig um að segja frá reynslu minni í kvikmyndagerð byrjaði ég að rifja það upp og ákvað svo bara að deila því með ykkur.

Þegar ég var níu ára fékk besti vinur minn kvikmyndatökuvél og byrjuðum við að taka upp kvikmyndir. Það var ekki fyrr en í 8.bekk svo sem við byrjuðum að taka upp myndir af alvöru og klippa þær til og svona. Þá var ég í kvikmyndafyrirtæki sem hét Mistök Films en nú höfum við breytt um nafn og heitum, Sjöunda Listgreinin við erum fjórir en við höfum einnig unnið með fleirum. Í skólanum fengum við góða aðstöðu til kvikmyndagerðar og við nýttum hana vel og lærðum mikið. Í 9.bekk fengum við tilboð frá Í svörtum fötum um að gera myndband fyrir þá og auðvitað tókum við því og kláruðum það verkefni. Á þessu tímabili héldum við uppi skectha þætti í skólanum okkar í annari hverri viku. Ef þið viljið vita meira um Sjöundu Listgreinina, farið þá inn á www.mistokfilms.tk.

kv Peacock
Sjöundu Listgreininni