Gróf hugmynd að 30 - 40 min stuttmynd

Ungur lögfræðingur verður þunglyndur sökum álags í vinnu og erfiðum skilnað við konu sína. Vinnufélagar hans hafa áhyggjur af honum og benda honum það sé hótel nálægt Hellu þar sem hann getur hvílt sig og slakað á.

Lögfræðingurinn fer á þetta tiltekið hótel í þeim tilgangi að slaka á og jafna sig eftir skilnaðinn. Hótel ber nafnið Hótel Rangvöll og er það staðsett fyrir utan Hellu. Þetta er sveitarhótel og er húsið byggt úr timbri. Hótelið er aðallega markaðsett sem veiðihótel.

Lögfræðingurinn sem heitir Tryggvi kemur sér fyrir í einu af herbergjum hótelsins. Í herberginu er eitt rúm, sjónvarp, borð og einn stóll. Hann setur ferðatösku sína á borðið, opnar hana og tekur upp jakkafötin sín. Tilefni er nú er sunnudagur.

Það er regla hjá honum að á hverjum sunnudegi klæðist hann í jakkföt og færi alltaf eitthvað fínt út að borða. Veitingasalur hótelsinis verður fyrir valinu að þessu sinni. Á matseðli hótelsins er í aðalrétt íslenskt lambakjöt að hætti SS. Tryggvi pantar sér lambakjötið og verður mjög hrifin af því.

Tryggvi var hálfnaður þegar ung dam kom inn í veitingasalinn. Hann varð ástfanginn af dömunni og hún verður hrifin af honum á móti. Hann fer til hennar og býður henni upp á glas. Hún þakkar fyrir sér og verður einnig hrifin af honum. Þessi samskipti þróast í það að þau eru komin inn í herbergi Tryggvar og eru að stunda ástarleik þegar konan segist vilja fá eitt rauðvínsglas, hún er svo þyrst.

Tryggvi nær í rauðvínsglasið og kemur til baka. Hann leggur rauðvínsglasið snyrtilega á borðið og fer aftur upp í rúm því þar liggur daman eins og mjöll. Hann fer til hennar, strýkur og kyssir hana. Þegar varir þeirra snertast þá uppgötvar hann að daman er byrjuð að rotna. Honum bregður mjög mikið og verður örvæntingarfullur.

Stuttu seinna sjáum við blóð út um allt herbergið. Hann fer með líkið af konunni og hendir henni í ruslið. Því næst fer hann að þrífa herbergið. Hann þrífur herbergið hágt og lágt en allt kemur fyrir ekki. Herbergið verður jafnóðum blóðugt.

Í sjáum við herbergisþerna vera að þrífa herbergið. Í sömu andrá sjáum við tvær líkmyndir, aðra dömunni og hina af lögfræðingnum.

Gæti einhver fyllt upp í eyður ef það eru eyður?