Tim Burton Tim Burton

Leikstjórinn Timonthy William Burton hefur verið í kvikmyndabransanum frá því um 1970, og fyrsta myndin hans sem leikstjóri var gerð árið 1971 sem var stuttmyndin The Island of Doctor Agor, sem var einhverskonar hryllings/hreyfi/stuttmynd, sem hann gerði aðeins 13 ára. 8 árum seinna gerði hann aðra stuttmynd (og hreyfimynd) sem nefndist Stalk of the Celery. Svo árið 1982 gerði hann enn eina stutt-hreyfimyndina sem hét Vincent og var 6 mínútur, og hét í höfuðið á uppáhaldsleikaranum hans, Vincent Price, en hann sjálfur talaði hann inná myndina. Næsta verkefni var hin 29 mínútna langa Frankenweenie og var einhverskonar grín/vísindaskáldsaga frá Disney. Svo kom fyrsta fullgerða bíómyndin hans út árið 1985 og heitir Pee-Wee’s Big Advanture og er fjölskyldu/ævintýra grínmynd. Þetta var fyrsta mynd tónskáldsins Dannys Elfman með Tim Burton, og var líka fyrsta tækifæri Dannys á að semja tónlist í kvikmyndir, en hann hafði verið í hljómsveitinni Oingo Boingo, en Tim og Danny áttu eftir að vinna mikið saman í framtíðinni. Næsta mynd Tims er mjög sérkennileg, Beetlejuice og kom út árið 1988. Michael Keaton leikur aðalhlutverkið Betelgeuse, þó hann hafi bara sést í 17 mínútur í myndinni, sem er 92 mínútur. Michael samdi líka 95% af textanum sínum sjálfur, og þessvegna er ekki til neitt almennilegt handrit af myndinni. Danny Elfman átti stórann þátt í myndinni, sem er auðvitað tónlistin. Myndin er um Maitlands-hjónin sem deyja, en festast í húsinu sem þau keyptu. Þá flytur leiðinleg nýtískufjöldskylda í húsið og gera þeim lífið leitt. Þá reyna þau að hræða þau burt með misheppnuðum afleiðingum, en þá fara þau til Beetlejuice (líka stafað Betelgeuse) sem er lífsæringarmaður (Bio-Excorcist), og segist geta hrætt fólk úr húsum. Næsta ár leikstýrði Tim mynd um myndasöguhetjuna Batman, sem Michael Keaton leikur einnig, og fékk nokkuð góðar viðtökur (7.3 af 10 hjá Internet Movie Database) og er svona nokkuð drungaleg mynd.
Tim Burton er frægur fyrir sinn furðulega ímyndaða heim eins og skakkar hurðir og svartar og hvítar gólfflísar sem skapa drungalegt andrúmsloft með tónlist Dannys Elfman. Næsta mynd hans var árið á eftir (árið 1990) og er það myndin Edward Scissorhands, en þar var samband hans við Johnny Depp rétt að byrja, en þeir áttu eftir að vinna mikið saman.
Í þessari mynd semur Danny Elfman einnig tónlistina eins og í öllum myndum hans, en Tim Burton skrifaði söguna af myndinni, þó að hann hafi að vísu aldrei samið neitt fullgilt handrit. Frábær saga um mann sem var búin til af vísindamanni (Vincent Price), en vísindamaðurinn dó áður enn hann náði að klára Edward.
Svo árið 1992 kom framhaldið af Leðurblökumanninum, Batman Returns og enn er Danny að semja tónlistina. Batman Returns fékk mjög góðar hjá sumum og finnst mörgum hún vera betri en fyrri myndin þó hún hafi nú aðeins fengið 6.5 hjá IMDB. Eftir þessa mynd sagði Burton að hann myndi aldrei gera framhald aftur.
Samt er talað um að Warner Bros ætli að gera framhald af Beetlejuice, en Michael Keaton segist ekki ætla að leika í henni ef Burton myndi ekki leikstýra.
Næsta mynd Tims er leirmyndin Nightmare Before Christmas, en hann leikstýrði henni ekki heldur skrifaði söguna og skapaði sögupersónurnar. Sögusviðið er í Hrekkjavökubæ og er um beinagrindina Jack Skellington sem er kominn með leið á hrekkjavökunni, og villist í Jólabæ og vill fá jólin í Hrekkjavökubæ. Þetta virðist vera algjör steypa, en er það í rauninni ekki. Myndin varð ekki fyrir mjög ung börn og var PG (Parent Guidance eða í fylgd með fullorðnum). Danny Elfman samdi tónlistina eins og alltaf og söng fyrir Jack Skellington, og fékk Óskarinn fyrir tónlist sína í myndinni. Leikstjórinn Henry Selick leikstýrði myndinni, sem hafði gert Monkeybone og James and the Giant Peach (Jói og risaferskjan) sem Burton framleiddi.
Næsta mynd kom út árið 1994 og er það myndin Ed Wood, með Johnny Depp í aðalhlutverki sem einn lélegasti leikstjóri kvikmyndasögunnar, Ed Wood. En þar er ein breyting á, þar sem þetta er eina mynd Burtons sem Elfman semur ekki tónlistina. Myndin var tekin upp á svarthvíta filmu og fékk frábærar viðtökur, enda um frábæra mynd að ræða.

Næsta mynd Burtons er mjög sérkennileg mynd, Mars Attacks! sem hefur fengið misjafna dóma og er eins og titillinn segir um árás marsbúa á jörðina. Mjög fyndin mynd með fullt af frægum leikurum eins og Jack Nicholson, Pierce Brosnan, Danny Devito og sjálfum Tom Jones. Þetta eru svona leikarar þar sem maður sér ekki í burton mynd, eins og Jack Black. Þar samdi Danny tónlistina og gerði það í mjög skemmtilegum gamaldags-geimverubíómyndastíl, en myndin er byggð á myndasögunum frá Topps frá árinu 1960. Fyndnasta mynd Burtons!

Sleepy Hollow kom út árið 1999 og er eina mynd Burtons sem hefur fengið “R” stimpilinn í Bandaríkjunum, enda um hryllingsmynd að ræða.
Næsta verkefni Tims er endurgerðin á Planet of the Apes sem kom út árið 1961, en endurgerðin er talin ein slakasta myndin hans, þrátt fyrir flottar tæknibrellur og förðun. Myndin kom út árið 2001.



Árið 2003 kom svo út mynd byggð á skáldsögu Daniels Wallace: Big Fish, sem er ein besta Tim Burton-myndin að mínu mati. Frábær mynd um hann Edward Bloom sem hafði átt langa og ævintýraríka ævi, en sonur hans segir hann ýkja sögurnar um of. Ein glaðlegasta myndin hans Tims Burtons.




Þann 15. júlí kemur út mynd byggð á skáldsögu Roald Dahl’s, Kalli og Sælgætisgerðin eða Charlie and the Chocolate Factory, en Johnny Depp leikur súkkulaðigerðarmanninn Willy Wonka. Tim segir að þetta sé ekki endurgerð á myndinni Willy Wonka and the chocolate factory, sem var með Gene Wilder sem Wonka, en Burton ætlar að fara meira eftir bókinni.


Í október kemur út ný Stop-motion mynd frá Tim, og er hún byggð á þýskri þjóðsögu um Líkbrúðina, eða The Corpse Bride, en Johnny Depp leikur einnig aðalhlutverkið Victor.




Heimildir: www.timburtoncollective.com
www.imdb.com