Shotgun mic Sælt veri fólkið.

Ég var að fá mér mic sem er alveg svakalega góður sem heitir Sennheiser ME66.
http://www.sennheiser.com/sennheiser/icm_eng.nsf/root/03284

Hann er mjög stefnuvirkur sem þýðir að hann tekur mest upp hljóð úr þeirri átt sem maður beinir honum og mjög lítið “handling noise” heyrist(þegar mic tekur upp hljóðin þegar þú zoomar og pikkar í vélina)

Það er hægt að setja hann á svona boom pole þannig að það er hægt að hafa hann beint fyrir ofan leikarana til að fá sem besta hljóð.
Það er ekki mikið mál að búa svoleiðis til..ég held ég hafi séð leiðbeiningar um það á netinu en ég man ekki hvar.

Hann er léttur þrátt fyrir stærð og þarf svo kallað XLR tengi sem er á fáum “consumer” vélum en er oft á vélum sem kosta í kringum 150þús.

Mín vél er þó ekki með svona(canon xm2) en canon býður uppá að ef þú þarft þetta þá geturðu keypt þetta sér(þetta er til að lækka verðið á vélini ef ekkert not er fyrir XLR tengi) en tengið kemur mjög vel út á vélini og lítur út fyrir að vera built in.
http://www.supervideo.com/wama300.jpg

En vélar sem hafa ekki þetta tengi(ef vélin er ekki canon xm2 eða1) þá getið þið keypt breytir sem breytir xlr í lítið mono plug sem þið stingið í mic intakið á vélini ykkar.
http://froogle.google.com/froogle?q=beachtek+xlr&hl=en&lr=&client=firefox-a&rls=org.mozilla:en-US:official&sa=N&tab=ff&oi=froogler

Þessi mic kostar hér á landi um 45.000kr
Hljómar mikið en trúið því eða ekki að hljóðgæði breyta alveg jafnmiklu máli og myndgæði og jafnvel meiri því að fátt er leiðilegra en að sjá góða stuttmynd eða annað verða léleg og leiðileg vegna þess að hljóðið er lélegt og að það heyrist ekkert hvað er sagt í samræðum.

En auðvitað eru til ódýrari merki eins og Azden sem selja ágætis shotgun mica á verði í kringum 10þúsund en þeir eru ekki góðir í mikilli fjarlægð en gætu verið góðir t.d. á boom pole en ég get samt lofað að nánast hvaða mic sem þú kaupir þá er hann ALLTAF betri en built in micinn þinn og þá sérstaklega á þessum litlu vélum þar maður getur varla séð micinn.

En ég vona að þetta hafi hjálpað en ég bendi líka á hina greinina sem ég skrifaði um hljóð:
http://www.hugi.is/kvikmyndagerd/articles.php?page=view&contentId=1651918

Takk fyri
Kv. Pottlok