Hvernig skal gera ský / þoku í premiere Hvernig skal búa til þoku/ský í Premiere 6.5

Þetta getur verið mjög flott í t.d. hryllingsmyndum þegar einhver er villtur í skógi og það er þoka í kringum. Hér ætla ég að fara yfir hvernig skal gera svonna þoku í Premiere 6.5.

1. Importaðu myndbandinu sem þú vilt að þokan komi inná og settu það í “Video 1A” á Timeline-inu.

2. Farðu í File => New => og veldu þar “Black Video” og settu það í Video 2 eða hærra og lengir svarta videoið eins og þú vilt hafa skýið lengi.

3. Farðu þá í effektagluggann og veldu möppu sem heitir “Quicktime” og þar er effect sem heitir Quicktime Effects. Dragðu þá effektinn á Black Video klippuna.

6. Þar færðu upp glugga. Tvíklikkaðu á Generators og þar inní er svolítið sem heitir Cloud. Veldu það og þá færðu mynd af hvítu skýi með bláum bakgrunn. Það stendur svo Cloud Color og veldu þá lit á skýið (náttúrulega flottast að hafa hvítt). Síðan fyrir neðan það er Background Color og verður, VERÐUR að vera svartur. Ýttu þá á OK.

7. Þarna ertu kominn með ský á svörtum bakgrunn, en til að breyta því farðu í Video Options => Transparency og þar getur þú valið um eitthvað, Blue Screen eða Green Screen. En það notum við ekki núna. Þar velur þú Screen og ýtir á Ok.

8. Síðan þegar þú Preview-ar þetta þá er ský í miðjunni á myndbandinu sem þú valdir í byrjun. Þú gætir hætt hér ef þú vilt hafa ský. Til að gera þoku ferð þú í effektagluggann og tvíklikkar á möppu sem heitir Distort og velur þar Transform og dregur það á Black Videoið (myndbandið með skýinu).

9. Síðan ferðu í Effect Control gluggann og þar sem stendur Scale Width þá lengiru bara eins langt og hægt er. Þá ætti skýið að líta einhvernveginn út eins og þoka, en ef þú vilt hafa reyk þá breytir þú líka Scale Height. En það er óþarfi ef þú ætlar bara að gera reyk við fæturna og ýtir á Position setur skýið/þokuna á þann stað sem þú vilt að það sé.

Ég vona að þetta hafi hjálpað eitthvað, hér er svo dæmi sem er notuð nákvæmlega sama aðferð:
http://www.wrigleyvideo.com/videotutorial/media/mistdemo.zip

svo ef þetta hefur eitthvað vafist fyrir ykkur þá er hér tutorial hvernig þetta er gert (nákvæmlega sama aðferð) hjá Wrigley Videos:
http://www.wrigleyvideo.com/videotutorial/media/misttutorial.zip