Sælir Hugarar

Mig langaði til að senda inn þessa grein vegna hroka og tillitsleysi “að mér finnst” frá þeim reyndari hér á áhugamálinu gagnvart þeim sem kannski eru að reyna að öðlast meiri kunnáttu.

Það vill svo til að ég er einn af þeim sem skortir meiri kunnáttu hér og verð ég ekki mikils vísari hér. Aðal ástæða þess er

Þeir reyndar (betri) taka ekki tillit þeirra sem eru styttra komnir með því að útskýra ekki fyllilega. T.d. að útskýra málin eins og þeir skilja það en ekki þannig að við n00banir skiljum. Við viljum líka vita hvað “boom” MIC er og svona.

Ég á alveg von á einhverju skítkasti frá þeim reyndari þar sem þeir segja að við n00banir eigum ekki að vera á þessu áhugamáli en staðreyndin er sú að eitt sinn voru þið líka svona. Þannig að ég vona að þeir taki það til sín og vonast ég eftir ýtarlegri útskýringum á öllum þessum PRO orðum og hugtökum.

Takk Fyrir.