Það er erfitt að átta sig á því hvers vegna stuttmyndakeppnir
eru svona fáar hér á landi. Í rauninni gefst ungum
kvimyndagerðarmönnum lítið tækifæri til að spreyta sig. Til
þess að koma einhverjum alvörum hlutum í verk þarf hvata og
sá hvati er keppni. Ég hef séð margar góðar myndir hér á
síðunni og margar gætu náð langt í stuttmyndakeppni. Ég veit
til þess að stuttmyndakeppnir eru haldnar í mörgum
framhaldsskólum. Ætli Versló sé ekki með veglegustu
keppnina. Hún var allavega flott í fyrra og nokkrar góðar
myndir. Nú ættu einhverjir góðir menn að taka sig saman og
halda risastóra stuttmyndakeppni sem væri í samvinnu við
flesta framhaldsskóla. Hægt væri að hafa hana um helgi og
er ég viss um að mörg fyrirtæki myndu styrkja þessa keppni.