Þannig er mál með vexti að ég er að fara að ráðast í svolítið stórt verkefni núna um jólin(og líklegast eitthvað frameftir) og mig vantaði smá upplýsingar.

Ég hef ekki gert “mynd” í nokkur ár og er að koma aftur inn í þetta með handriti sem er búið að vera í vinnslu núna í u.þ.b. ár, og er komið í glæsilegar sextíu blaðsíður og þá eru engin smáatriði í því.
Mig vantaði fyrst og fremst upplýsingar um talsetningu, málið er það að ég hef komist að því að flestir amateur kvikmyndagerðamenn talsetja myndirnar í eftirvinnsluni og vantar mig þá að vita hvaða forrit og hluti ég þarf.
Ég er með eintak af Adobe Premiere 6.0 og Adobe After Effects.

Einnig væri ágætt ef þú gætir gefið mér einhver ráð varðandi lýsingu.

Ef einhver hefur ekkert betra að gera um jólin væri sjálfsagt að vera með í skemmtuninni því mig vantar alltaf fleiri.

Azmodan.