Ætla að sekta Sprewell New York Knicks ætla að sekta Latrell Sprewell um næstu 250 þúsund dali eða 22 milljónir íslenskra króna fyrir að láta þá ekki vita strax að hann hefði brotið á sér hægri hendina tveimur vikum áður en hann átti að mæta í æfingarbúðir hjá félaginu.
Hann sagðist hafa dottið og meitt sig á snekkju sinn og hefði haldið að meiðslin væru ekki svona alvarleg en í New York Post var sagt að hann hefði brotið hendina í slagsmálum í snekkjuni
En Sprewell fór í uppskurð í seinustu viku og verður frá í minnsta kosti 5 vikur og þetta því mjög slæmar fréttir fyrir Knicks.
Sprewell hefur kært sektina til leikmannasambandsins en þetta er ein stærsta sekt sem NBA lið hefur lagt á leikmann.
Að mínu mati finnst mér Knicks hafa brugðist of harkalega við þessu með þessari rosalegu háu sekt og kannski Sprewell sé allveg brjálaður yfir þessari sekt og vill fara burt.
En hann er einn besti leikmaður liðsins með 19.4 stig að meðaltali í leik og (3.7 fráköst og 3.9 stoðsendingar held ég).
Það er því mjög slæmt að missa hann á þessum tímapunti enda var liði var mjög lélegt á seinasta leiktímabili.