Núna síðastliðinn fimmtudag 25. október skrifaði Anthony Mason undir margra ára samning við Milwaukee Bucks. Talsmaður Bucks sagði ekki hversu mörg ár samningurinn spannaði.

Anthony Mason er 6-8 fet og 112 kíla kraftframherji sem var með að meðaltali 16.1 stig og 9.6 fráköst á síðasta tímabili með Miami Heat. Koma hans til Milwaukee mun einungis styrkja byrjunarlið Bucks og mun hann mjög líklega verða í byrjunarliðinu í komandi tímabili. Hann er byrjunarstjörnuliðsleikmaður og hefur 13 ára reynslu í NBA - Deildinni. Hann hefur einnig spilað 90 leiki í úrslitakeppninni og hefur skorað 9.8 stig og tekið 6.8 fráköst í þeim leikjum. Aðalþjálfari Bucks, George Karl, segist vera ánægður með samninginn þar sem þetta gerir liðið ennþá betra í sókn þar sem hann bætist við Sam Cassell, Glenn Robinson, Lindsey Hunter, Tin Thomas og Ray Allen sem eru allir frábærar skorunarmaskínur.


Grizzlies hafa verið óstöðvandi í æfingatímabilinu með sitt stórbætta byrjunarlið. Í sumar fengu þeir Jason Williams fyrir Mike Bibby og fengu einnig nýliðann Shane Battier úr Duke Háskólanum og völdu einnig Pau Gazol sem hefur spilað með Barcelona á Spáni.Stromile Swift lætur lítið á sér bera en er samt ljóst að hann mun vera sterkur þáttur í leik Grizzlies í vetur. Lorenzen Wright hefur stórbætt sig á sumrinu og hefur komið sterkur inn og tekið 11.7 fráköst. Michael Dickerson er að byrja þriðja tímabilið sitt með Grizzlies en 4 í deildinni og að skora 21.0 stig í fjórum síðustu leikjum Grizzlies.

Þjálfari Grizzlies Sidney Lowe segir að það sem sé best við þetta lið sé að það sé mikill karakter í mönnum og að öllum komi vel saman og að þeir séu mjög samstilltir.

Kveðja Axel 86