Eftir að hafa fylgst með NBA í mörg ár, síðan 1990, þá er orðið leiðinlegt að fylgjast með þessu helvíti. Deildin er orðin troðfull af monthönum og fiflum sem geta ekki haldist í liðum af því þeir eru orðnir of stórir fyrir allt. Það er orðið leiðinlegt að horfa á alley-oop körfur þrisvar í fjórðungi og troðslur sem þóttu illmögulegar áður eru hversdagslegar núna. Larry Bird var langbestur, og troðslurnar í dag eru bara prump miðað við Dominique Wilkins. Deildin er mun verri, heildarskor lækkar með hverju árinu, næst verða settar lægri körfur og trampolíngólf fyrir þessa aumingja, svo þeir drullist til að skora eitthvað. Og ef XNBA deild verður stofnuð, þá sendi ég kjarnorkusprengju á BNA, en fyrst treð ég grenitré upp í rassgatið á Shaq.