Jordan körfuboltakiller? ég veit að þessi umræða hefur komið áður en ég vill endurvekja hana og reyna að koma til botns í þessu. Er NBA deildin leiðinlegri, jafnskemmtileg eða skemmtilegri en hún var. Okay allir vita að Jordan væri ótrúlega snjall og skemmtilegur körfuboltamaður og gaman að horfa á hann. Það hefur verið sagt að hann sé ofmettinn monthani, að mínu mati var hann að sýna sig. Dribblandi og með tunguna út úr sér, en það var bara gaman að horfa á hann. Svona 1992 eða eitthvað um það þegar Jordan æðið byrjaði þá fengu allir áhuga á körfubolta. Það var ekki til maður sem vissi ekki hver Jordan var. Allir einblíndu á Jordan en sáu ekki hina leikmennina og þegar Jordan hætti, hætti margt fólk að horfa á körfubolta og körfuboltaáhuginn minnkaði, fact! En ég veit allveg með vissu að fólkið sem segir að NBA deildin sé leiðinlegri horfir ekki vikulega á NBA deildina og fylgist með. Það segir það bara. Horfið á Allen Iverson og þá sjáið þá mann sem er ótrúlegur, eða Vince Carter, sem er að mínu mati betri dönkari en Jordan. NBA deildin er full af skemmtilegum körfuboltamönnum. Ef Michael Schumaker hættir í formúlunni þá er hún ekkert leiðinlegri, það eru bara aðrir menn sem stíga upp í skarið. Eða ef Zidane hættir í fótboltanum. Það er NÓG af leikmönnum til að koma í skarið fyrir Jordan! Endilega tjáið ykkur.
<B>Azure The Fat Monkey</B>