Ég styð leikmennina að miklum hluta.

Fyrsta lagi. Áhorfendur eiga ekki að kasta hlutum í fólk. Hversu pirraður verður maður þegar áhorfendur fara að kasta hlutum í mann… og maður verður auðvitaða ð gera sér grein fyrir því hversu erfitt það er að hafa alveg milljón áhorfendur á móti sér, öskrandi einhver ljót orð að manni og efa ég ekki að þetta einhver kynþáttafordæmis orð komu þarna útúr kjaftinum á þessum klikkuðu áhorfendum PIstons.

Öðru lagi. Maður heyrði á þessari espn töku manninn segja hversu róaður og yfirvegar Artest var. Hann var fórnarlambið í byrjun. Ben Wallace, stór og skapstór maður þoldi það ekki að vera að tapa á HEIMAVELLI, sem meistarar á móti Indiana, greinilega lið sem er ekki í uppáhaldi hjá þeim Pistons, mikill rýgur þar á milli. Ben Wallace lét pirringin sinn bitna á Artest. Sáum nú hvað Artest FLAUG í burtu þegar Wallace ýtti honum. Kastaði síðan handklæði í hann.

Já sjálfsvörn er stór hluti af þessu. Það var ekki sjálfsvörn sem leiddi til þess að Artest hljóp uppí pallana og ætlaði að buffa gaurinn, það var skapið. Skiljanlegt. AUðvitað verður maður pirraður og langa rað buffa gaurinn sem kastar bjórglasi í mann, er það ekki skiljnaleg tað maður lætur ekki vaða yfir sig. En síðan þegar þetta hélt áfram þá var þetta bara spurning um sjálfsvörn. 20-30 klikkaðir áhorfendur í kringum þá og þeir eru hva, 2-3. Verulega outnumbered ef að þið spurjið mig. Og hvað var þessi BIg poppa.,, stóri feiti náunginn sem var í grárri skyrtu og kýldi Jackson tvisvar, og mér sýndist Jackson vera að reyna að toga Artest frá… hjálpa til en er síðan kýldur af einhverju hálfvita.


Auðvitað verður David Stern pirraður og fer að tala um fyrirmyndir og blablabla, leikmennirnir eiga ekki að haga sér svona. það yrði fróðlegt hvernig hann myndi bregðast við… ef að áhorfendur byrjuðu að kasta hlutum í hann, hrópa að honum allsskonar orðum og sjitt.

Það sem ég vil meina er það að það er létt að vera ekki viðdreginn þessu máli og dæma þessa leikmenn. En spurning hvernig maður sjálfur hefði höndlað þessar ástæður ???

Fangelsi: Nei ég held ekki.
Fjársektir: Já, tvímælaust og háar.
Bann: Já… kannski… 10-20 leikja bann.

En fólk má ekki gleyma Ben Wallace. Hann á líka skilið að fara í bann. Hann byrjaði, ef að hann hefði ekki æst sig svona þá hefði þetta aldrei gerst.

Einnig verður að taka á þessum áhorfendum Pistons. Algjörlega ósættanleg framkoma þeira.
Þetta er mín skoðun, mínar skoðanir. Fáið þeim ekki breytt.