'Eg er svona að spá muniði eftir hvað það voru margir Bulls aðdáendur fyrir nokkrum árum? Hvar eru allir þeir aðdáendur??

Fyrir mér byrjar maður að halda með liði og heldur sig síðan við það, hitt er kallað Bandwagoon fans og er frekar niðrandi orð um íþrótta aðdáendur sem halda alltaf með besta liðinu eða vinsælasta liðinu ég hef aldrei skilið þann hugsana hátt.

'Eg er Lakers aðdáandi og hef verið síðan ég var lítill og sá einhvern NBA leik hjá frænda mínum árið 88 eða 89 Lakers á móti Pistons sem Lakers töpuðu en ég byrjaði þá allveg þvílíkur aðdáandi Magic og hef haldið með liðinu síðan þá, flestir héldu með Bulls en nokkrir með Houston,Boston ofl liðum en ég hélt mig við að vera Lakers aðdáandi.

Þegar Lakers voru með leikmenn eins og Sedale Threat,Tony SMith,Elden Campell,Vlade Divac,Cedric Ceballos,James Worhty rétt áður en hann hætti en þetta var líka gaman að fylgjast með liðinu vinna sig upp aftur eftir að hafa gersamlega fallið í sundur eftir úrslitin gegn Bulls 91 þá unnu þeir sig hægt og rólega upp stjórnin hjá þeim allveg brilliant.

Fengu Sedale Threat sem hafði aldrei fengið að spila neitt að ráði annarstaðar og var hann leikstjórnandi í 3 tímabil og gerði það mjög vel og urðu Lakers aldrei svona lottó lið þeir mistu af úrslitakeppninni ef ég man rétt 94 og er það í eina skiptið í ég veit ekki hvað mörg ár sem það hefur gerst en ástæðan fyrir stöðu liðsins í dag er hvað stjórnin og eigendur haga lagt mikið á sig til að hafa alltaf sigurlið og þeir unnu snilldarlega úr sínum spilum í nýliða valinu.
Þeir fengu menn eins og Elden Campell einhverstaðar númer 24
Doug Christey fengu þeir fyrir hræðilegan leikmann að nafni Benoit Benjamin,
Nick Van Exel var valinn í annari umferð, Eddie Jones fengu þeir númer 13 held ég, leikmann eins og Cedric Ceballos fengu þeir nánast gefins frá Phoenix og hann skilaði þeim nokkrum góðum 20 plús árum, allan tíman voru þeir með Vlade Divac og á hverri leiktíð urðu þeir betri og betri svo árið 96 held ég komu mestu snilldar kaupin þegar þeir sannfærðu Shaq að koma frá Orlando og spila með Lakers síðan rétt eftir það tóku þeir og losuðu centera stöðuna og mikil launaþak til að taka á móti Shaq með að skipta Vlade Divac til Charlotte fyrir stórt spurninga merki sem kom beint úr high school í valrétti númer 13 að nafni Kobe Bryant.

Tímabilin 97 og 98 voru Lakers með rosalegt lið á pappírunum og voru meðal efstu liða í vesturdeild en höfðu ekki réttu þjálfarana á þessum tíma til að stjórna liðinu rétt en þetta voru Nick Van Exel,Eddie Jones,Rick Fox,Elden Campell,Shaq og svo ungan Kobe Bryant á bekknum en Del Harris og síðan Kurt Rambis ásamt þessum ungu og óreyndu leikmönnum tókst ekki að spila eins vel saman og þeir hefðu getað og töpuðu tvö tímabil í röð fyrir Utah Jazz sem þá fóru í úrslitin gegn Bulls.

Og svo tímabilið 98-99 sem var stytt vegna verkfallsins var sama sagan frábært lið en þegar í úrslitakeppnina kom voru þeir ekki nógu agaðir til að sigra væntanlega meistara Spurs það tímabilið en sumarið 99 þá byrjaði liðið sem við þekkjum í dag að myndast með ráðningu Phil Jackson til að byrja með þá gerðust hlutir sem ég persónulega var ósáttur við en þeir unnu titilinn þannig það er ekki beint hægt að kvarta en það sumar sendu þeir Van Exel í burtu, skiptu Eddie Jones og Elden Campell fyrir Glen Rice og einvhern no name þá fengu þeir hinn reynslu mikla Ron Harper til að ganga til liðs við þá og hjálpa þeim við að láta þríhirnings sóknina ganga.
'Eg spái ennþá hvernig liðið hvefði samt verið tímabilið 99-00 með Jacskon við stjórvölinn og þetta lið
Van Exel
Jones
Bryant
Campell
Shaq
en í staðinn voru þeir komnir með væntanlegt meistara lið í Harper,Bryant í byrjunarliðinu,Rice,AC Green og Shaq og þá byrjaði virkilega að vera gaman að vera Lakers aðdáandi þeir unnu næstu þrjú ár í röð með Shaq mesta yfirburðarleikmann í deildinni og Kobe Bryant verða betri með hverju árinu sem leið.

En svo eftir að hafa unnið 3 titilinn í röð gerði stjórnin sín mestu mistök að þeir gerðu ekki neitt og héldu nákvæmlega sama mannskap og hafði rétt sloppið í gegnum úrslitakeppnina og enduðu á því að vinna titillinn aðallega á reynslu leikmannana og snilld Kobe oh Shaq þrátt fyrir að það væri augljóst að allir leikmenn liðsins utan við Kobe voru hægari og hægari með hverjum mánuðinum sem leið og því höfum við nýja meistara í dag í San Antonio Spurs frábært lið með frábæra leikmenn!

En hvað gerir svo Lakers í sumar ekki nóg með að hafa bætt sig í þeim stöðum sem hafa verið langsamlega veikastar hjá þeim undanfarin ár með Samaki Walker og Derek Fisher sem eru og eiga ekkert að vera annað en bekkjaleikmenn,Walker á ekki einu sinni að fá að komast inná hjá lélegasta liði deildarinnar, en þá fáum við Karl Malone og Gary Payton á spottprís fáránlega góðum kjörum báðir tveir hefðu getað farið hvert sem er og fengið tugi milljóna dala en þeir ákváðu að fara til liðs sem með þeirra hjálp á virkilega sterka möguleika á að vinna titilinn.

Það er gaman að vera Lakers aðdáandi :)