Alonso á Anfield? Hinn nýji knattspyrnustjóri Liverpool Rafael Benitez var í dag á leik Everton og Real Sociedad á Goodison Park, heimavelli Everton.

Fyrr í vikunni voru Liverpool orðaðir við danska miðjumanninn hjá Everton, Tomas Gravesen, en Rafael var ekki að fylgjast með honum heldur miðjumanni Real Sociedad, Xabi Alonso. Alonso, sem verður 23 ára í nóvember næstkomandi hefur verið lýst sem hinum spænska Steven Gerrard. Hann er varnarsinnaður miðjumaður sem einnig getur sótt vel og er góður skotmaður. Hann skoraði 4 mörk á síðustu leiktíð og hefur unnið sér inn sæti í spænska landsliðinu. Benitez þekkir mjög vel til leikmannsins eftir áralanga reynslu sína í spænsku deildinni.

Leikurinn endaði 2-2 og skoraði Gravesen fyrir Everton og Alonso lék fyrri hálfleikinn.

Mynd:Benitez á Goodison Park/Xabi Alonso í búningi Sociedad.