Spænska liðið Levante frá borginni Valencia hafa verið orðaðir við marga leikmenn í sumar. Nú er liðið orðað við einn mesta markaskorara Englands, Alan Shearer. Shearer á eitt ár eftir af samningi sínum við Newcastle, en hann kom þaðan frá Blackburn Rovers árið 1996 fyrir metfé, en hann hafði skömmu áður neitað samningi frá Man Utd.

Talið er líklegast að hann geri 2 ára samning ef hann fer en talsmaður Levante sagði að það væri ekki ómögulegt að hann kæmi. Það væri mikill fengur fyrir nýliðana í La Liga að fá hann þótt hann eigi ekki mörg ár eftir í boltanum. Levante hafa meðal annars verið orðaðir við Senegalska kantmanninn hjá Liverpool, El-Hadji Diouf, Gríska miðjumanninn Giorgis Zagorakis og tékkann Karel Poborksy. Einnig voru þeir orðaðir við hinn mikla markaskorara Man Utd, Diego Forlan.

Btw. þá skrifaði ég Josemi fréttina líka.

Kv,
Massimo.