Andri Sigþórsson skoraði fyrir Salzburg er liðið vann stórsigur á Austria Vín í austurrísku knattspyrnunni 4:1. Andri fékk höfuðhögg í leiknum og var fluttur á sjúkrahús en hann var mættur að fylgjast með leiknum áður en honum lauk.
ÍBV og Coca-Cola hafa gert samning sem felur í sér að frá og með 1. maí fær knattspyrnudeild ÍBV 5 krónur af hverjum seldum lítra af kóki í Vestmannaeyjum.
Nú er búið að finna nafn á lukkudýrin þrjú fyrir HM í Suður Kóreu og Japan á næsta ári. Þau nöfn sem urðu fyrir valinu voru “Ato”, “Nik” og "Kaz. Minna þau ykkur ekki á viðurstyggðina Pokemon?
Ísland sigraði Möltu, 1:4, í undankeppni HM í knattspyrnu karla. Malta skoraði fyrsta mark leiksins en Tryggvi Guðmundsson og Helgi Sigurðsson svöruðu rétt fyrir leikhlé. Undir lok leiksins bættu Eiður Smári Guðjohnsen og varamaðurinn Þórður Guðjónsson við mörkum.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..