Junior setti tvö mörk fyrir Parma í 3-1 sigri á Inter, Di Vaio setti þriðja markið og um leið sitt fjórtánda (sem er persónulegt met hjá honum). Um leið töpuðu Milan fyrir Fiorentina og Parma færðust skrefi nær Meistaradeildinni.
Tómas Ingi Tómasson (31) hefur gengið frá samningi við ÍBV út þetta tímabil. Tómas Ingi er mikill liðsstyrkur fyrir Eyjamenn sem vantar bit í sóknarleik sinn. Hann hefur leikið með AGF í Danmörku frá haustinu 1998 en var ekki inni í framtíðaráætlunum þjálfara liðsins.
Eyjamenn tóku á móti FH í tilþrifalitlum leik sem lyktaði með markalausu jafntefli. Eyjamenn voru sterkari í fyrri hálfleik og FH sprækari í þeim síðari.
Breiðablik vann Fram 1-0. Blikar eru því með fullt hús stiga líkt og Keflavík og Valur. Framarar hafa hins vegar ekki unnið sér inn stig. En það á allt eftir að breytast.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..