Hæbb, eins og flestir vita er búið að tilnefna 6 leikmenn til verðlaunanna ‘Player of the Year’ í ensku deildinni.

Þeir eru:
Ruud van Nistelrooy - Man Utd
Roy Keane - Man Utd
David Beckham - Man Utd
Robert Pires - Arsenal
Thierry Henry - Arsenal
Jimmy Floyd Hasselbaink - Chelsea

Persónulega finnst mér Keane, Nistelrooy og Pires eiga mesta möguleika.

Keane, er búinn að vera ótrúlega öflugur í vetur, hann var ljósið í myrkrinu þegar Man Utd var að spila ömurlega (vægast sagt). Merkilegt að heilt lið geti staðið og fallið með honum einum í mikilvægum leikjum. Ég tel hann vera besta miðjumann deildarinnar, Viera er rétt á eftir, þeir tveir eru bara rugl þegar þeir eru að spila sem best.

Pires, er búinn að vera að brillera með Arsenal í vetur. Pires, Viera og Henry hafa verið aðal menn liðsins (að mínu mati) og minnir mig stundum á Basten, Gullit og Riijkaard. Synd með meiðslin, menn geta samt huggað sig við það að Nistilrooy og Keane hafa fengið sömu meiðsl á ferlinum, þannig að hann á eftir að koma sterkur inn næstu Jól :D

Nistilrooy, er búinn að vera það sem Man Utd hefur vantað… en ég þarf að fara, nenneggi að skrifa meira.