Liverpool virðast þessa dagana að sækja í sig veðrið. Ég er gallharður stuðningsmaður Manchester United og það var ekki skemmtilegt að skoða listann yfir bestu knattspyrnulið evrópu og sjá Púllarana vera fyrir ofan okkur í þeim efnum. Ég er skíthræddur um að Liverpool eigi eftir að standa sig alveg ógeðslega vel á næsta ári. Það er einungis vegna þess að bróðir minn er gallharður Liverpool maður og þegar hann setur “Never Walk Alone” á og spilar það í svona klukkutíma og heldur mér niðri meðan ógeðissöngurinn dunar yfir mér og gerir mér lífið leitt. Síðan er það svo dæmigert með þessa ágætis Liverpool menn að þeir tönglast á fortíðinni. Comon! Við erum ekki ennþá að væla um að við höfum unnið þrennuna um árið. Liverpool menn eru alltaf eitthvað að væla vegna þess að þeir voru með besta liðið á sínum tíma með Grobelaar í markinu og Peter Beardsley og fleiri góða eldri mann í liðinu. Þeir eru alltaf að tala um að þeir séu besta og sigursælasta liðið í sögu enskrar knattspyrnu. Jájá, það er kannski alveg rétt. En það er farið að verða leiðinlegt eftir svona humm.. 3 skipti. Liverpool menn þurfa að lýta á staðreyndirnar eins og þær fyrirliggja núverandi og geta montað sig eins og staðan er í dag. Ég vona að næsti vetur, s.s seinasti vetur sem snillingurinn sir Alex Ferguson mun stjórna okkur djöflunum verði sem bestur. Vonandi mun okkar nýji leikmaður Ruud Van Nistelroy sanna það að hann var þess virði fyrir þennan mikla pening sem þessi ágætis maður kostaði okkur. Jæja, kannski er þetta allt rangt sem ég er að segja. Endilega segið ykkar álit. Þetta er mitt álit. Ef ykkur dauðlangar til þess að kyrkja mig eða tala við mig þá heiti ég “Fixer” á IRCinu eða þið getið sent mér email á yngvi@ice.is. Kannski getur verið að við Manchester menn verðum svona þegar Liverpool verður í þeirri stöðu sem við vorum í.. bíddu eða ef það gerist. Takk