ég var aðeins að velta þessu fyrir mér og langaði að spurja ykkur sem að vitið eitthvað um þetta.
1. í fyrst lagi, þá hefur maður heyrt að hann ættli að kaupa félagið í gróðaskyni, s.s. til að græða á því, er það satt?
2. hann tók mikil lán til þess að kaupa félagið sem menn óttast nú að hann færi yfir á félagið sem gæti leitt til gjaldþrots. mundi það ekki þýða að hann fengi engann pening útúr þessu og þetta hefði allt bara verið til einskins fyrir hann (hann skuldar ekkert og fær ekkert)?
3. ef þetta er málið, þarf þá ekki liðið að ná árangri til að borga lánin og svo glazier fari að græða? ætti hann þá ekki að sjá til þess að gera gott fyrir liðið til að það nái topp árangri?