Þessa grein hef ég einnig skrifað á Liverpool spjallborðinu undir nafninu ThierryArnar og á Arsenal spjallborðinu undir nafninu addi, þar hef ég fengið gagngrýni um að hafa þýtt þetta úr ensku yfir á íslensku úr öðrum pistli, en ég vill bara segja það strax að það er ekki rétt, og ekki dæma mig þannig. Það er bara rangt, og þið getið lesið svör mín hér:

http://www.liverpool.is/forum/tm.asp?m=157229
og hér:
http://www.arsenal.is/forum/forum_posts.asp?TID=4590&PN=1&TPN=1

Takk fyrir!

Já, mig langar aðeins að fræða ykkur um minn uppáhaldsleikmann í boltanum, Thierry Henry. Ég fer um ævi hans, frá uppeldisárum og til dagsins í dag. Ég ætlaði að skrifa þetta á Ensku, en ákvað svo að hafa þetta bara á íslensku. En núna ætla ég að byrja:

Fyrstu árin:

Drengurinn fæddist í Les Ulis, 17. ágúst 1977 sem er lítill bær nálægt París. Þetta var nokkurs konar fátæktarhverfi og kannski ekki bestu uppeldisaðstæðurnar fyrir hann. Foreldrar hans sem heita Antoine og Marylese, voru mjög hálpsöm þegar hann var ungur og studdu hann í öllu sem hann tók sér fyrir höndum. Faðir hans lét hann æfa fótbolta og frjálsar íþróttir, og stundaði hann það af miklum metnaði. Hann eyddi mestum tíma sínum í fótbolta að æfa sig. Móðir hans hafði áhyggjur af því að hann myndi hugsa of mikið um fótbolta og gleyma skólastarfinu. En hann var ekkert að gleyma að sinna skólanum, og stóð sig með prýði í honum.

Fyrsti áhugi:

Þegar Henry var 13 ára sást að hann var mun betri en flestir strákar sem voru honum jafngamlir. Þegar hann spilaði með unglingaliði Les Ulis og Palaiseau sem var þar í grendinni. Fyrsti útsendari sem skoðaði hann var Thierry Pret, útsendari hjá Viry-Chatillon og hreifst hann mjög mikið af honum. Stuttu heftir að hann hafði komið á leik og séð hann spila, bauð hann honum að koma til Viry-Chatillon. Faðir hans samþykkti það auðvitað strax, og vissi að þetta gæti haft góð áhrif á feril sonar síns. Henry fór þá frá Les Ulis, og byrjaði að spila með U-15 ára liði Viry-Chatillon. En hálfu ári eftir að hann byrjaði að spila með Viry-Chatillon skyldu foreldrar hans, og sendi móðir hans hann í Alexander Fleming skólann. Henry var í þeim skóla og stóð sig með prýði, en stóð sig með meiri prýði í liði sínu Viry-Chatillon en hann skoraði 77 mörk í 28 leikjum fyrir liðið sem verður að teljast hreint ótrúlegt.
Tveimur mánuðum áður en að Henry varð 14 ára var honum og 25 öðrum leikmönnum boðið að velja í Clairefontaine. Það var Akademía franska knattsp.sambandsins. Henry var í akademíunni í nokkurn tíma, en þeir sem voru með honum þar var Louis Saha og Nicolas Anelka svo einherjir séu nefndir. Eftir tveggja ára og þriggja mánaðar dvöl í akademíunni fannst þjálfurum akademíunnar hann ekki vera nógu góður til þess að verða einn af framtíðarleikmönnum franka landsiðsins. Þeim fannst allt gott hjá honum nema sendingar og nýting færa hans, og þar sem hann var sóknarmaður varð hann að sýna að hann gæti nýtt færin sín og gæti sent góða bolta.

Fyrsti atvinnusamningurinn:

Þegar Henry var 16 ára gamall undirritaði hann samning með Monaco, þar sem við völd var þá Arsene Wenger. Í ágúst ‘94 lék hann sinn fyrsta leik með Monaco sem tapaðist 1 - 0 gegn Nice. Henry fékk ekki svo mörg tækifæri, enda bara 17 ára. Samt sem áður spilaði hann átta leiki og skoraði þrjú mörk. Tímabilið á eftir, frá ’95-'96 var hann ekki að finna sig en fékk að spila 18 leiki en náði aðeins að skora þrjú mörk.

Hvaða staða á vellinum hentaði honum best:

Margir töldu að þessi ungi og efnilegi leikmaður, hefði allt til þess að verða heimsklassa kantmaður. Hann hafði hraðan og tæknina. En Wenger þjálfari Henry taldi það vera fyrir víst að hann yrði á endanum einn besti framherji í heiminum. Hann sagði meira að segja að hann yrði jafn fær í að skora og Pele og Maradona.
Þegar hann var 19 ára gamall, eða árið 1996 var hann valinn besti ungi leikmaðurinn í Frönsku deildinni, og vakti mikla athygli hjá stóru liðunum á EM undir 18 ára landsliða. Samningur Henry var að renna út og vildi mörg stórliðin krækja sér í einhvern efnilegasta mann Frakklands, ef ekki heims. Real Madrid náði að gera samning við Henry, en gerðu það ólöglega þar sem Monaco höfðu gert það að skilyrði í fyrri samningi leikmannsins að hann yrði áfram hjá Monaco. Real Madrid fékk sekt frá FIFA og skrifaði Henry aftur undir samning hjá Monaco ‘97.
Henry skoraði 9 mörk í 39 leikjum með Monaco. Þetta var hans 3ja tímabil með liði Monaco. Tímabilið ’97 - ‘98 skoraði Henry aðeins 4 mörk í 30 leikjum í deildinni, en í meistaradeildinni stóð hann sig heldur betur vel, og skoraði 7 mörk og leiddi Monaco að undanúrslitum þar sem þeir svo duttu út. Aðeins fyrr, eða ’97 um sumarið var HM undir 20 ára landsliða, og ætlaði Henry að sýna hvað hann gæti. En hann langaði mjög svo að komast í A-landslið Frakka. Þegar HM U-20 var, þá ar aðeins eitt ár í að HM yrði haldið í Frakklandi. Henry lék prýðilega en Frakkar duttu út á móti Úrúgvæ í 8-liða úrslitum. Síðar ‘97 lék hann svo sinn fyrsta A-landsliðsleik á móti Suður-Afríku í æfingaleik sem endaði með sigri Frakka 2 - 1.

Stóru liðin fara að sína aukinn áhuga:

Henry var mikið í umræðunni, eftir tímabil sitt með Monaco, og HM U-20. Stórliðin skoðuðu hann og meðal liðanna sem voru á eftir honum t.d. Arsenal, Barcelona og Juventus en þau vildu öll fá þennan bráðefnilega leikmann. En félagi hand David Trezuget, var meira í sviðsljósinu og var hann sagður næsti Gabriel Batistuta.

Henry í fyrsta sinn á stórmót með landsliðinu:

Aime Jacquet valdi Henry í hópinn fyrir HM en margir voru á undan Henry í röðinni. Henry fékk tækifæri með landsliðinu á móti Suður-Afríku, og skoraði hann þar flott mark, og þar með nýtti hann tækifæri sitt mjög vel. Í næsta leik fékk Zidane leikbann, svo að Henry fékk aftur tækifæri sem hann ætlaði ekki að láta renna úr greipum sér. Hann skoraði í þeim leik 2 mörk í sigri á móti Saudi-Arabíu, en Frakkar unnu 4-0. Henry fékk hvíld á móti Dönum, en var svo settur á kantinn á móti Paragvæ í 16-liða úrslitunum. Frakkar unnu Paragvæ, og stóð Henry sig með prýði þó svo að hann hafi verið að spila á kantinum. Næsta verkefni, í 8-liða úrslitum voru Ítalir, en sá leikur var ótrúlega spennandi, og skemmtilegur. Henry spilaði frammi lengst af leiknum, en eftir venjulegann leiktíma, og framlengingu var staðan jöfn. Þá var gripið til framlengingar sem Frakkar unnu í og skoraði Henry í henni. Í undanúrslitum fengu Frakkarnir, Króati, sem þeir unnu 3-1(að mig minnir) og voru komnir í úrsliti HM, á móti Brasilíu. Í þeim leik vermaði Henry varamannabekkinn allann leikinn, þar sem þjálfari Frakka spilaði á sínu allra reyndasta liði. Þeir unnu þann leik með yfirburðum 3 - 0, og fagnaði Henry aðeins 21 árs gamall sínum fyrsta heimsmeistaratitli með Franska A-landsliðinu. Um 3-4 sætið spiluðu Króatir og Holland, en sá leikur endaði með sigri Króata 2 - 1.

Fyrsti stóri samningurinn, og vonbrigði:

Hann samdi við Juventus, þó svo að hann vildi fara til Arsenal þar sem Arsene Wenger var byrjaður að þjálfa. Hann vildi far þangað vegna þess hann hafði verið með Wenger sem þjálfara, og vann vel með honum. En Juventus buðu best, og fór hann þangað ’98. Þar var hann látinn spila sem hægri kantmaður, og náði sér aldrei á strik þar á bæ.
Um dvöl sína á Ítalíu sagði Henry:

,,Á Ítalíu fékk ég ekki ánægju af því að spila. Ég þurfti að sinna mikilli varnarvinnu í leikjum og sumir leikir voru hundleiðinlegir. Leikir þar sem að ekkert var í gangi, enginn sóknarleikur. Hinsvegar finnst mér frábært að vera hjá Arsenal, það er félag sem höfðar til mín og ég er mjög á nægður með að ganga vel hér."

EM 2000:

Þegar Henry hafði skorað aðeins 3 mörk í 16 leikjum fyrir Juventus gekk Henry til liðs við Arsenal fyrir 10milljónir punda. Hann fékk það sem hann vidli að fara til Arsenal, og fékk þá aftur að njóta áhrifa Wenger. Hann byrjaði ekki svo vel með Arsenal, en fann sig seinni part tímabilsins ‘00 og skoraði ein 17 mörk í 31 leik fyrir Arsenal í úrvalsdeildinni einni. Henry var valinn í franka landsliðshópinn fyrir EM ’00 en þá hafði hann ekki leikið með landsliðinu í eit ár og 4 mánuði þar sem hann fann sig engann veginn hjá Juventus. Nýr þjálfari hafði tekið við landsliðinu og spilaði með Henry á kantinum og Trezuget og Anelka í framlínunni, þó svo að hann hafi spilað mjög vel á HM ‘98 frammi, og spilað illa með Juventus á kantinum. En þetta kerfi gekk vel upp, og Henry spilaði vel, og var að skora mörk. En í 8-liða úrslitum HM gekk þetta ekki eftir óskum, eins og þetta hafði gengið vel. Hann breytti til, og setti Henry fram og skoraði hann eitt mark í sigurleik Frakklands á móti Spáni. Í undanúrslitum gegn Portúgal var hann líka frammi, og spilaði eins og hann ætti völlinn. Hann var með hverja frábæru sendinguna á eftir annari, og skoraði fyrra mark Frakklands og unnu þeir svo leikinn 2 - 1 og voru þar með komnir í úrslit. Henry hafði spilað á einu stórmóti með landsliðinu fyrir þetta, og unnu þeir það og var nú kominn í úrslit á sínu öðru stórmóti. Frakkland lentu í úrslitum á móti Ítalíu, sem þeir unnu 2 - 1 og voru flestir á því að Henry og Zidane höfðu verið bestir í þessum leik, sem og á öllu mótinu í heild sinni. Þar með hafði Henry unnið 2 stórmót með landsliðinu, og aðeins keppt í tvem.

Enn fóru stór lið að sína áhuga:

Eftir EM 2000 fóru spænsku liðin að sína áhuga, Real Madrid og Barcelona ætluðu sér að krækja í Henry, en það tókst ekki. Arsenal áttu ekki gott tímabil ’00-'01 en skoraði Henry þó 22 mörk, í öllum keppnum. Ég ætla ekki að fjalla mikið um tímabilið 2000 - 2001, þar sem það var ekkert spes sem gerðist þá hjá honum. En tímabilið eftir, 2001 - 2002 varð hann makakóngur ensku deildarinnar, eða með 24 mörk, en sá næsti á eftir var Ruud Van Nistelrooy með 23. Þetta árið unnu Arsenal deildina. Henry gekk ekki bara vel inná vellinum, en einnig gekk honum vel utan vallar og skrifaði undir risastórann samning við Nike árið 2002. Lét hann þá byggja hús fyrir sig, og var það dýrasta hús sem fótboltamaður hafði látið byggja í Englandi á sínum tíma. Frakkar voru með miklar væntingar til landsliðsins fyrir HM 2002, þar sem seinustu 2 mót höfðu verið sigruð af Frökkum. En raunin varð allt önnur, og í raun martröð fyrir franska landsliðið sem ekki einu sinni komust upp úr riðlinum sínum. Þess má geta að Frakkland skoraði ekki mark í þessari keppni.

Eitt besta tímabil Henry:

Tímabilið ‘02-’03 fagnaði Henry alltaf mörkum sínum með því að setja treyjuna fyrir ofan haus, og á bol sem hann var í innan undir stóðu skilaboð til fjölskyldu og vina. Ekki leið á löngu að þetta var farið að tíðkast í mörgum öðrum löndum og endaði með því að FIFA setti bann á þetta. Henry spilaði eins og engill þetta tímabil, og blómstraði hvern leikinn á eftir öðrum. Hans besti leikur á þessu tímabili var án efa þegar hann skoraði þrennuna í útisigri á móti Roma í meistaradeildinni í nóvember 2002. Hann skoraði 24 mörk í Ensku úrvalsdeildinni en Ruud skoraði einu meira og varð markakóngur. Manchester United unnu einni deildina það árið, en liðið endaði 5 stigum á undan Arsenal, sem hafði leitt deildina alveg þar til í endann, þegar Man.Utd. náðu þeim og fóru fram úr okkur. En Arsenal fóru ekki bikarlausir í sumarfrí, þar sem þeir unnu FA Cup með sigri á Southampton 1 - 0.

100. mark Henry fyrir Arsenal:

Henry skoraði sitt hundraðasta mark fyrir Arsenal í janúar 2003, en þá hafði hann leikið 180 leiki fyrir félagið. Leiktíðina 2003-2004 lék Henry frábærlega og sigraði Arsenal þá deildina án þess að tapa leik! Henry skoraði og skoraði og skoraði, en í desember 2003 var komið að því að velja knattspyrnumann ársins. Henry lenti í öðru sæti, á eftir Zinidane Zidane, en margir voru á því að það höfðu verið ósanngjörn úrslit. Liðið vann deildina eins og ég sagði hér áðan, en náðu ekki að vinna meistaradeildina né FA Cup þar sem Chelsea slóu Arsenal út í Meistarad. og Man.Utd. í FA Cup. Henry varð markakóngur, með 30 mörk eða 8 fleiri en næsti maður. Henry var líka valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í annað skipti á sínum ferli.

Vonbrigði á EM:

Henry olli vonbrigðum á EM þar sem frakkar duttu út í 8-liða úrslitum en Grikkir slógu þá út með 1-0 sigri, sem urðu svo Evrópumeistarar.

Árið 2004 var Henry aftur tilnefndur í kjöri knattspyrnumanns ársins, en lenti aftur í öðru sæti, og það í annað skiptið í röð. Hann var á eftir Ronaldinho sem hafði spilað mjög vel með liði sínu Barcelona. Núna er ennþá leiktíðin 2004 - 2005 í gangi, og eins og stendur er Arsenal í 3ja sæti ensku deildarinnar, en Chelsea nokkurn veginn búnir að tryggja sér titilinn. Man.Utd. sem eru í öðru 2 stigum á undan Arsenal. Henry er markahæstur, með 22 mörk og 4 mörkum meira en Andy Johnson(CP) og 11 mörkum á undan manninum í 3ja sæti. 9 leikir eru eftir í deildinni, og verður þetta spennandi. Henry er eins og stendur meiddur í kálfa, og kemur vonandi bráðum aftur inní liðið, en talið var að þetta yrðu 2 - 3 vikur sem hann yrði frá.

Vissir þú þetta um Henry:
- Uppáhalds íþróttamaður Henry í Bandaríkjunum er Allen Iverson körfuboltamaður með Philadelphia 76ers.
- Henry hlustar á rapp fyrir leiki. Meðal uppáhalds tónlistamanna og hljómsveita hans má nefna Dr. Dre, Snoop Dog, Xzibit og the Wu-Tang Klan.
- Henry er giftur bresku fyrirsætunni og leikkonunni Nicole Merry.
- Tvær uppáhaldsbíómyndir Henry eru “The Usual Suspects” og “Antwone Fisher.”
- Henry elskar að horfa á gamla fótboltaleiki á ESPN Classic.


Núna ætla ég að koma með smá tölfræðilegar upplýsingar um hann:

Lausleg tölfræði Henry 2001 - 2002:

Total Appearances

League 31
European Cup 11
UEFA Cup 0
FA Cup 4
Charity Shield 0

Goals

League 24
European Cup 7
UEFA Cup 0
FA Cup 1
Charity Shield 0

Substitute Appearances

League 2
European Cup 0
UEFA Cup 0
FA Cup 1
Charity Shield 0

Bookings

Yellow/Red

League 4/0
European Cup 2/0
UEFA Cup 0/0
FA Cup 1/0
Charity Shield 0/0


Lausleg tölfræði Henry 2002 - 2003:

Total Appearances

League 37
European Cup 12
UEFA Cup 0
FA Cup 2
Charity Shield 0

Goals

League 24
European Cup 7
UEFA Cup 0
FA Cup 1
Charity Shield 0

Substitute Appearances

League 0
European Cup 0
UEFA Cup 0
FA Cup 3
Charity Shield 0

Bookings

Yellow/Red

League 9/0
European Cup 0/0
UEFA Cup 0/0
FA Cup 1/0
Charity Shield 0/0


Lausleg tölfræði Henry 2003 - 2004:

Total Appearances

League 37
European Cup 10
UEFA Cup 0
FA Cup 2
Charity Shield 0

Goals

League 30
European Cup 5
UEFA Cup 0
FA Cup 3
Charity Shield 0

Substitute Appearances

League 0
European Cup 0
UEFA Cup 0
FA Cup 1
Charity Shield 0

Bookings

Yellow/Red

League 3/0
European Cup 1/0
UEFA Cup 0/0
FA Cup 0/0
Charity Shield 0/0

Lausleg tölfræði Henry 2004 - 2005(Það sem er búið af því):

Total Appearances

League 29
European Cup 8
UEFA Cup 0
FA Cup 1
Charity Shield 1

Goals

League 22
European Cup 5
UEFA Cup 0
FA Cup 0
Charity Shield 0

Substitute Appearances

League 0
European Cup 0
UEFA Cup 0
FA Cup 0
Charity Shield 0

Bookings

Yellow/Red

League 2 0
European Cup 1 0
UEFA Cup 0 0
FA Cup 0 0
Charity Shield 0 0

100% Tölfræði 2004 - 2005:

Appearances 26
Minutes Played 2332

AttackingShots On Target: 61
Shots Off Target: 29
Blocked Shots: 14
Offside: 30

SupportingTotal Passes: 145
Completed Passes: 82
Incomplete Passes: 63
Successful Crosses: 5
Unsuccessful Crosses: 33
Total Dribbles: 51
Successful Dribbles: 27
Unsuccessful Dribbles: 24

DefendingTotal Tackles: 24
Tackles Won: 17
Tackles Lost: 7
Interceptions: 14
Clearances: 7
Fouls: 20

DisciplinesYellow Cards: 2


Heimildir:

http://www.arsenal.com/pstats.asp?nav=statistics

http://www.4thegame.com/club/arsenal-fc/player-profile/17/thierryhenry.html

http://www.jockbio.com/Bios/Henry/Henry_numbers.html (Þetta er heimildin sem ég gleymdi, þetta eru “Vissir þú þetta um Henry” og ég afsaka það að hafa gleymt því. En hér er hún komin, svo ekki efast ennþá um að ég hafi þýtt þetta af enskum pistli, allt dæmið)

Arnar þakkar fyrir sig.